Það verður lúðrablástur sem einkennir Daga lita og tóna um hvítasunnuna að þessu sinni en þetta er í 20. sinn sem þessi jasshátíð er haldin. Allir helstu stórblásarar íslenska jassheimsins mæta og laugardagskvöldið verður nær alfarið í umsjá blásara. Þar stígur fyrst á svið sveit sem heitir því forvitnilega nafni Pönklúðrasveit íslenska lýðveldisins og flytur glænýja músík fyrir brass og trommur.