September heilsar í blíðu

Í dag förum við um vesturbæinn með Halldóri B. Halldórssyni. Þar kennir ýmissa grasa en líkt og sjá má er töluverð uppbygging á svæðinu. Kíkjum vestur úr. (meira…)
„Þetta er mikið högg”

„Þetta eru náttúrulega ömurlegar fréttir. Því miður gat maður alveg búist við því að til einhverra slíkra aðgerða kæmi en þetta er mikið högg. Ég held að í allri umræðu um veiðigjöld, sægreifa, ofurhagnað, sanngirni og öll önnur hugtök sem eru notuð í opinni umræðu þá megum við ekki gleyma að þarna eru 50 einstaklingar […]
Lítil breyting á íbúaþróun í Eyjum í sumar

Í dag, 1.september eru 4762 íbúar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari starfsmanns Vestmannaeyjabæjar við fyrirspurn Eyjafrétta um íbúatöluna í Eyjum í dag. Síðast þegar miðillinn kannaði stöðuna voru íbúar 4765 talsins. Það var í byrjun júlí. Þær tölur voru byggðar á skráningu Þjóðskrár. Það má því segja að íbúafjöldinn hafi staðið í stað […]
„Við verðum að standa með fólkinu“

„Hugur okkar hjá Drífanda – og örugglega bæjarbúa allra er hjá fólkinu sem var sagt upp,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður stéttarfélagsins Drífanda í kjölfar þess að Vinnslustöðin tilkynnti um lokun bolfiskvinnslu Leo Seafood og uppsögn 50 starfsmanna. Fundar með fólkinu – vonir um að hluti fái störf áfram Drífandi mun funda með fólkinu í vikunni, […]
Velgengni er að gera sitt besta og vita það innra með sér

Hlynur Andrésson tryggði sér um helgina Íslandsmeistaratitil í maraþonhlaupi þegar hann kom í mark í Reykjavíkurmaraþoninu á tímanum 2:26:51. Þetta var aðeins hans annað maraþon sem hann hleypur á ævinni, en hann á enn Íslandsmetið í greininni frá Dresden árið 2020. Við hjá heyrðum í Hlyni og tókum á honum púlsinn. Fjölskylda: Valentina San Vicente […]
Eyjamenn með mikilvægan sigur

Karlalið ÍBV vann góðan 2-0 heimasigur á ÍA í 21. umferð Bestu deildar karla í dag í blíðskaparveðri. Eyjamenn voru töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en náðu þó ekki að skapa sér hrein dauðafæri. Mikið var um hornspyrnur og fyrirgjafir sem þeir náðu ekki að nýta. Staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svipaður […]
Sjávarútvegssýning í september

Sýningin Sjávarútvegur 2025 / Iceland Fishing Expo verður haldin í fjórða sinn 10.–12. september í Laugardalshöll en það er sýningarfyrirtækið Ritsýn sem stendur að sýningunni. Fram kemur í fréttatilkynningu sem Ritsýn sendi frá sér að sýningin verði sú stærsta til þessa en sýningarhaldarar finna þegar fyrir miklum áhuga, bæði hér á landi og erlendis frá. […]
Fá botnliðið í heimsókn

Heil umferð verður leikinn í Bestudeild karla í dag. Í Eyjum taka heimamenn á móti liði ÍA. Skagamenn sitja á botni deildarinnar með 16 stig úr 19 leikjum en liðið á inni leik á móti Breiðablik. ÍBV er í níunda sæti með 25 stig úr 20 viðureignum. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli […]
ÍBV liðunum spáð fjórða sæti í Olís deildinni

Spáin fyrir Olís deild karla og kvenna var opinberuð á kynningarfundi Olís deildanna sem fór fram í hádeginu í dag á Hlíðarenda. Hörður Magnússon, stjórnandi Handbolta hallarinnar, sem er nýr þáttur í Sjónvarpi Símans sá um kynninguna. ÍBV er spáð fjórða sæti í bæði Olís deild karla og kvenna samkvæmt niðurstöðu árlegrar spár þjálfara og […]
Pysjuævintýið í hámarki

Lundapysjutímabilið er nú á hápunkti og björgunaraðgerðir í fullum gangi í Vestmannaeyjum. Yfir þúsund pysjur hafa þegar verið skráðar í pysjueftirlitið. Pysjubjörgunin hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Bandaríska sjónvarpsstöðin PBS sýndi nýverið heimildarþátt um pysjuævintýrið í Vestmannaeyjum, sem tekinn var upp sumarið 2024. Þáttinn má nálgast á vefnum okkar – eyjafrettir.is. Einnig er […]