Funda með þingmönnum kjördæmisins í dag

Í dag funda fulltrúar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæjar, Sjómannafélagsins Jötuns og stéttarfélagsins Drífanda með þingmönnum Suðurkjördæmis til að koma á framfæri þeim alvarlegu áhyggjum sem uppi eru vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Að sögn Sindra Viðarssonar hjá Útvegsbændafélaginu telja fulltrúar félagana sem boða til fundarins mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir þeim víðtæku áhrifum sem fyrirhuguð […]
Opið bréf til Írisar bæjarstjóra

Tilefni þessa bréfs er að ég hef haft áhyggjur af loftræstingarkerfinu á Hraunbúðum. Nú er ég búinn að vera að fylgjast með loftræstikerfinu síðan í febrúar. Keypti 6 rakamæla í Heimaraf til að kanna rakastigið. Fékk starfskonur til að fara með mæla inn á ýmis herbergi til að kanna rakastigið, sem reyndist því miður alltof lágt. […]
ÍBV stelpurnar rúlluðu yfir Fylki

Kvennalið ÍBV tók á móti Fylki í eina leik kvöldsins í 9. umferð Lengjudeildar kvenna. Leikurinn fór fram á Þórsvelli og voru Eyjastelpur með mikla yfirburði í leiknum. Allison Patricia Clark skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu með góðum skalla eftir hornspyrnu Olgu Sevcovu. Aðeins þremur mínútum síðar bætti hún svo við öðru marki […]
Fréttir af baggavélum og lömbum

Síðan ég tók sæti á þingi hefur mér þótt þreytandi að hlusta á þingmenn ákveðinna flokka tala landsbyggðina niður, tala alltaf um okkur landsbyggðafólk eins og þurfalinga sem eigum endalaust bágt og að það sé alltaf verið að ráðast á okkur. Það hlýtur að vera þreytandi að líða alltaf eins og maður sé í vörn […]
Keppendur Orkumótsins mæta í fyrramálið

Á morgun (miðvikudag) munu keppendur Orkumótsins byrja að streyma til Eyja. Gert er ráð fyrir töluverðri aukningu á umferð til og frá keppnissvæðunum næstu daga. Lögreglan í Vestmannaeyjum sendi tilkynningu frá sér í dag vegna þess efnis þar sem hún hvetur vegfarendur að aka varlega og sýna þolinmæði þar sem umferðin verður þyngri en venjulega, sérstaklega […]
ÍBV fær Fylki í heimsókn

Í dag hefst 9. umferð Lengjudeildar kvenna þegar ÍBV tekur á móti Fylki í Eyjum. Gengi þessarar liða upp á síðkastið er æði misjafnt. ÍBV er á toppi deildarinnar með 19 stig og hefur ekki tapað leik síðan í byrjun maí. Fylkir fór vel af stað í deildinni og unnu fyrstu tvo leikina en hefur […]
Karlalið ÍBV tapaði fyrir Aftureldingu

ÍBV og Afturelding mættust í nýliðaslag í 12. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn með 14. stig í 8. og 9. sæti deildarinnar. Það voru Eyjamenn sem voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og komust á bragðið strax á 12. mínútu þegar Hermann Þór Ragnarsson slapp einn í gegn. Hann […]
Bergey landaði fullfermi fyrir austan

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Neskaupstað í gærmorgun. Rætt er við Jón Valgeirsson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður hvernig hefði gengið. „Við lögðum af stað frá Akureyri eftir að hafa verið þar í slipp og fórum austur fyrir land. Við leggjum nú áherslu á ýsuveiði en það eru býsna margir sem […]
Laxey afhendir fyrsta hóp stórseiða til samstarfsaðila

Laxey hefur náð mikilvælum áfanga í starfsemi sinni með afhendingu fyrsta hóps stórseiða til samstarfsaðila. Þetta markar upphafið að nýju og fjölbreyttara tekjustreymi fyrir fyrirtækið, þar sem reglubundin sala á hágæða stórseiðum verður nú hluti af rekstrarlíkani þess. Með þessari afhendingu er stigið stórt og markvisst skref í þá átt að nýta framleiðslugetu Laxey til […]
Nýliðaslagur á Þórsvelli

Í kvöld lýkur 12. umferð Bestu deildar karla er fram fara þrír leikir. Í Eyjum taka heimamenn á móti Aftureldingu. Fyrri leikur þessara liða var markalaus en liðin hafa jafn mörg stig í deildinni, sitja í 8. og 9. sæti með 14 stig. Það má því búast við baráttuleik í Eyjum í kvöld, en þessi […]