Skellur í toppbaráttunni á heimavelli

ÍBV karla í Lengudeildinni hlaut skell á heimavelli í toppbaráttunni gegn Aftureldingu. Leiknum lauk með 2:3 sigri gestanna í 19. umferð deildarinnar. Eyjamenn voru marki yfir í hálfleik en Afturelding jafnaði strax í byrjun seinni hálfleiks. ÍBV náði að komast yfir 2:1 en þá hrundi allt og tap á heimavelli niðurstaðan. ÍBV var á toppnum […]
Auglýsingarveisla í Skvísusundi

Slegið hefur verið upp veisluborðum í Skvísundi sem skreytt er með litríkum borðum og blöðrum. Skýringin er að þarna er verið að taka upp atriði í auglýsingu um Vestmannaeyjar fyrir Íslandsstofu. Aðstoðarleikstjóri er Eyjamaðurinn Haraldur Ari Karlsson. „Við höfum verið að taka upp atriði víða á Heimaey sem lýkur með heljarmikilli veislu hér í Skvísusundinu. […]
Hlynur fyrstur í 10 km hlaupinu

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bar sigur sigur úr býtum í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu á tímanum 30:23 mínútum. „Skemmtilegu Reykjavíkurmaraþoni lokið! Setti mér markmið að vera undir 6:30 í pace og endaði á tímanum 1:04:35, pace 6:22. Adda var á tímanum 1:00:04,“ segir Magnús Bragason á FB-síðu sinni. „Við erum búin að vera æfa undir […]
Margir Eyjamenn í Reykjavíkurmaraþoni

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024 fer fram á morgun, en alls eru 14.300 hlauparar skráðir til leiks. Uppselt er í bæði hálft maraþon og 10 km hlaup, og aðeins örfáir miðar eru eftir í heilt maraþon. Fjölmargir Eyjamenn taka þátt í hlaupinu að venju og safna til góðra mála eins og flestir. Margir safna fyrir Krabbavörn Vestmannaeyjum og […]
ÍBV og Afturelding mætast í Eyjum

Nítjánda umferð Lengjudeildar karla klárast í dag með fjórum leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Eyjaliðið verið á góðri siglingu undanfarið og eru á toppi deildarinnar með 35 stig. Stigi meira en Fjölnir sem hefur leikið leik meira, en efsta lið deildarinnar fer beint upp á meðan liðin í öðru til fimmta sæti […]
Laxey – Færsla frá RAS 2 yfir í RAS3

Seiðastöðin tilbúin „Í gær voru mikil tímamót þegar fyrsti skammturinn var fluttur frá RAS-2 yfir í RAS-3, en það er einmitt síðasta kerfið áður en seiðin verða svo flutt yfir í áframeldið. Þar af leiðandi eru öll kerfi seiðastöðvarinnar orðin starfhæf og stöðin því fullkláruð,“ segir á FB-síðu Laxeyjar. „Seiðin líta mjög vel út og […]
Lögðu fram tillögur að úrbótum

Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í síðasta mánuði. Þar var lögð fram samantekt starfshóps sem bæjarráð Vestmannaeyja skipaði í apríl 2023. Hlutverk hópsins var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Þá sérstaklega aðkomu og göngustíga á helstu ferðamannastöðum. Í afgreiðslu bæjarráðs er fulltrúum í starfshópnum þakkað fyrir […]
ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn

ÍBV vann í kvöld góðan sigur á Selfossi á útivelli í 16. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu. Lokatölur 0-3. ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig, þremur stigum á eftir Fram og Gróttu í sætunum fyrir ofan og eiga Eyjastúlkur því enn möguleika á því að ná öðru sætinu, sem gefur sæti í Bestu […]
Leiðréttar tölur úr Pysjueftirlitinu

Seint í gærkvöldi var greint frá því að mikill fjöldi pysja hefði bæst við í skráninguna á lundi.is. ÞAð reyndist ekki alveg rétt. Í nýrri facebook-færslu eftirlitsins segir: Eins og okkur grunaði var toppurinn í fjölda pysja ekki raunverulegur (sjá neðra grafið). Pysjurnar eru núna 3333 talsins. Efra grafið sýnir raunverulega dreifingu. Það var Rodrigo […]
Enn fást ekki gögn um forsendur hækkunar

„Svar hefur borist frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál vegna kæru bæjarins um tafir á afgreiðslu Orkustofnunar á beiðni um gögn. Málinu telst lokið af hálfu nefndarinnar þar sem Orkustofnun svaraði erindi bæjarins 15. júlí sl. án þess þó að afhenda umbeðin gögn,“ segir í fundargerð bæjarráðs í gær. Snýst málið um hækkanir HS veitna á gjaldskrá […]