Tekist á um geymsluhúsnæði

Á fundi bæjarráðs í gær var tekið fyrir bréf frá stjórn Þekkingarsetursins vegna geymslu í eigu Vestmannaeyjabæjar sem Setrið hefur haft afnot af sl. fimm ár. Kom fram að Vestmannaeyjabær ætlaði að nýta geymsluna til eigin nota og fór fram á það við ÞSV að geymslan verði tæmd og afhent Vestmannaeyjabæ. Í framhaldi óskaði Þekkingarsetrið […]

Fækkun farþega upp á 2,4%

Á fundi bæjarráðs í gær var upplýst að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri átti fund í gær með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þeirra verkefna sem snúa að Vestmannaeyjaeyjum. Farið var yfir stöðuna m.a. varðandi flug, dýpkun Landeyjahafnar og hafnarframkvæmdir. Betur verður gert grein fyrir stöðunni á næsta fundi bæjarráðs. Íris gerði grein fyrir upplýsingum frá Herjólfi ohf. Um […]

Ennþá kemur mikið af pysjum í bæinn

Pysju Sleppt 2024 TMS

Þegar þessi frétt er skrifuð (kl. 11.15) hafa 3601 lundapysjur verið skráðar inn í Pysjueftirlitið á lundi.is. Seint í gærkvöldi voru þær 3535 talsins, en þá kom fram á facebook-síðu eftirlitsins að þetta sé talsvert mikil aukning frá í gær (í fyrradag) þegar 3008 pysjur voru skráðar. Ennfremur segir í færslunni: „Sérstaklega þegar við skoðum […]

Samþykkt að fjölga leikskólaplássum

Kirkjugerdi_vidbygging_20240401_165546_min

Leikskóla og daggæslumál voru tekin fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja nú í vikunni. Fyrir bæjarráði lágu drög að minnisblaði frá framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna beiðni fræðsluráðs um að koma upp annarri leikskóladeild við Kirkjugerði. Í minnisblaðinu gera framkvæmdastjórarnir grein fyrir framkvæmda-, stofn- og rekstrarkostnaði við nýja sambærilega deild og […]

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, […]

Suðurlandsslagur á Selfossi

ibv-fhl-sgg

16. umferð Lengjudeildar kvenna hefst í dag með þremur leikjum. Á Selfossi verður Suðurlandsslagur þegar ÍBV kemur í heimsókn. ÍBV hefur aðeins verið að missa flugið eftir ágætis rispu, en liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum og er í fjórða sæti með 22 stig. Selfoss, sem er í bullandi fallbaráttu sigraði lið Aftureldingar á útivelli […]

Nýtt handboltafélag stofnað í Eyjum

Hbh Logo

Í dag var tilkynnt um stofnun nýs handboltafélags í Vestmannaeyjum, Handknattleiksbandalag Heimaeyjar (HBH). Í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV segir að undanfarin ár hafi ÍBV handboltafélag haldið úti ungmennaliði. „U-liðs leikmenn okkar hafa fram að þessu verið okkar framtíðarleikmenn. Verið landsliðsmenn yngri landsliða og verið að stefna á eða stíga sín fyrstu skref inn í […]

Neysla ferðamanna nánast óbreytt milli ára

folk_ferdamenn_opf_23

Nýjar tölur um greiðslukortaveltu benda til þess að neysla ferðamanna á Íslandi sé nokkurn veginn óbreytt milli ára í stað þess að dragast saman. Endurskoðaðar kortaveltutölur sem Seðlabankinn birti í síðustu viku staðfesta meðal annars þrótt í ferðaþjónustu eins og nýverið var vakin athygli á. Kortaveltutölurnar eru í góðum takti við aðra hagvísa úr ferðaþjónustu. Þegar kemur að […]

Fjórðungs aukning á milli ára

DSC_7690

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 28,5 milljörðum króna í júlí samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum um vöruviðskipti sem Hagstofan birti á dögunum. Það er nokkuð myndarleg aukning frá júlí í fyrra, eða sem nemur um 26% í krónum talið. Þar sem gengi krónunnar var um 2% veikara nú í júlí en í sama mánuði í fyrra er aukningin aðeins […]

Tvískipt sorpílát keyrð út í næstu viku

Kubbur Sorp

Í næstu viku, dagna 26.-30. ágúst verður keyrt út tvískiptum sorpílátum við flest heimili og verður brúna tunnan fjarlægð í staðinn. Settar verða viðeigandi merkingar á sorpílát til að gefa til kynna hvaða sorpflokkur fer í hvert sorpílát. Ef festingar eru á brúnu sorpílátunum þá biðjum við bæjarbúa að vera búin að fjarlægja það af […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.