„Er hann Einsi kannski búinn að tjalda við hliðina á þér?“

Hljómsveitin og lögin úr “Með allt á hreinu” tengjast hátíðinni órjúfanlegum böndum. Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, verður meðal þeirra sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Saga Stuðmanna er að mörgu leyti samofin sögu Þjóðhátíðar en lokakafli vinsælustu kvikmyndar Íslandssögunnar „Með allt á hreinu“ var að mestu leyti tekin upp á Þjóðhátíð árið […]

Stífla í kerfinu – Hvern er verið að verja?

Á síðasta fundi bæjarráðs var upplýst að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi staðfest móttöku kæru Vestmannaeyjabæjar á hendur Orkustofnun fyrir að svara ekki ítrekuðum beiðnum um rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til grundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar. Einnig var send kvörtun til ráðuneytis umhverfis-, […]

Aflinn tekinn á 36 tímum þrátt fyrir haugasjó

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Eyja í gærkvöldi með fullfermi. Landað var úr skipinu í morgun, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og hann spurður fyrst um aflann. „Þetta var að mestu stór og falleg ýsa, síðan dálítið af þorski og ufsa. Við fórum […]

„Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“

Lundi Brenna 24

„Seinna lundarallinu lauk seint í gærkveldi. Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“ Svona hefst facebook-færsla á síðu Náttúrustofu Suðurlands. Þar segir jafnframt að  árið í ár sé jafn gott ár og 2021, sem er það besta í viðkomu á þessari öld. Þau eru þó ekki eins, færri fuglar urpu nú (ábúð 76% egg/holu), en hámarks varpárangur (91% […]

Súlur settar upp í slagviðri

Tjaldborgin er komin góða leið eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Nú hafa flestir sett upp súlurnar sínar og þá er næst á dagskrá að huga að búslóðarflutningum á morgun. Eftirfarandi myndir eru teknar þegar komið var að íbúum Skvísusunds og Lundaholna að setja upp súlurnar sínar.   (meira…)

ÍBV lagði Grindavík

Eyja_sgg_kven_fagn_fotb_23

ÍBV sigraði í kvöld lið Grindavíkur í Lengjudeild kvenna. Með sigrinum komst Eyjaliðið upp í annað sæti deildarinnar. Lokatölur voru 3-1 og fimmti sigur ÍBV í röð því staðreynd. Mikið hefur rignt í Eyjum í dag og var völlurinn því þungur. ÍBV er eins og áður segir í öðru sæti með 22 stig. Stigi meira […]

Veðurhorfur næstu daga

20240731 184105

Allra augu beinast nú að veðurkortunum, sér í lagi fyrir stórhátíðina í Herjólfsdal sem sett verður klukkan 14.30 á fostudag. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frá því síðdegis í dag segir að það hafi blásið nokkuð hraustlega á Suðvestur- og Vesturlandi í dag en nú síðdegis dregur smám saman úr vindi. Skilabakki nálgast jafnframt […]

Pysjueftirlitið að gera allt klárt

„Nú er búið að finna fyrstu pysjuna þetta árið og er  pysjueftirlitið að gera allt klárt. Persónulega á ég von á mörgum pysjum þetta árið. Það er mikið af fugli og sílisfugl hefur verið áberandi. Það gefur okkur vonir um að margar pysjur nái fluginu þetta árið,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja sem hefur […]

Víglundur Þór Þorsteinsson – Þakkir á afmælisdegi

Eitt af því sem mestu skiptir um hvort söfn dafni eða deyi er alúð og ástríða þeirra sem þar starfa. Með því á ég ekki einungis við fasta starfsmenn safnsins hverju sinni, þótt þeir skipti vissulega miklu. Ég á ekki síður við alla þá sem með einum eða öðrum hætti rétta safninu hjálparhönd, hvort heldur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.