Ernir hefur áætlunarflug til Eyja

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sem haldin var í gær kemur fram að vegagerðin hefur tekið verðtilboði frá flugfélaginu Erni og stefnt er að því að áætlunarflug hefjist nk. sunnudag. Um er að ræða fjórar ferðir í viku. Bæjarráð fangar því að flugfélagið Ernir ætli að hefja áætlunarflug til Eyja og lítur á þetta sem fyrsta […]
Kveikti á jólatrénu á Stakkó

Mikill fjöldi fólks var samankominn þegar kveikt var á jólatrénu á Stakkagerðistúni þann 24. nóvember. Hefð hefur skapast fyrir því að eitt af jólabörnum okkar Eyjamanna kveiki á trénu. Í ár var það Eyjólfur Pétursson sem fékk að kveikja á trénu en hann á afmæli 27. desember og er því alveg að verða 7 ára. […]
Sandra Voitane snýr aftur til ÍBV

Lettneska knattspyrnukonan Sandra Voitane hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV út keppnistímabilið 2024. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sandra lék með ÍBV árið 2022 og er öflugur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum. Hún er 24 ára gömul landsliðskona en hún hefur skorað 15 mörk í 60 A-landsleikjum og hefur leikið […]
Komnir í jólafrí

Síðustu veiðiferðum Bergs VE og Vestmananeyjar VE fyrir jólastopp er lokið. Landaði Bergur 62 tonnum í Vestmannaeyjum í vikunni og Vestmannaey 60 tonnum þar í gærmorgun. Mest var af þorski í afla Bergs og segir Jón Valgeirsson skipstjóri í færslu á vef Síldarvinnslunnar að í túrnum hafi verið norðaustan fræsingur. „Við byrjuðum út af Þorlákshöfn og þar […]
Gult er það

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á fimmtudag fyrir Suðausturland, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Á suðurlandi er gert ráð fyrir suðvestan 10-18 m/s, en staðbundið 15-23 með dimmum éljum og lélegu skyggni á milli. Erfið akstursskilyrði. Talsverð rigning sunnan- og vestanlands í dag, fólk er hvatt til að huga að […]
Þú finnur jólaskapið á jólatónleikum kórs Landakirkju

Kór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína miðvikudaginn 13. desember og hefjast þeir kl. 20:00. “Dagskráin verður sneisafull af hátíðlegum og hrífandi jólalögum líkt og undanfarin ár en kórinn hefur verið við stífar æfingar frá því snemma í haust. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af því að finna ekki jólaskapið þitt þá get ég lofað því […]
Fjölmennasta síldarveisla VSV frá upphafi

„Þetta er fjórða síldarveislan á aðventu og sú fjölmennasta frá upphafi. Við höfum skapað skemmtilega hefð sem fellur vel í kramið hjá okkar fólki og öðrum sem mæta,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, í tilefni af afar vel heppnaðri síldarveislu VSV fimmtudaginn 7. desember. „Við bjóðum öllum starfsmönnum í mat og svo mæta líka […]
Bílprófið gefur meira frelsi

Það er stór áfangi í lífi hvers manns að taka bílpróf. Eyjafréttir tóku fjóra krakka tali sem tóku bílpróf á árinu og eru meira en sátt. Meira frelsi segja þau og öll sjá fyrir sér draumabílinn. Jason Stefánsson Fjölskylda? Foreldrar, stjúpforeldrar, tvær systur og hundur. Hvenær fékkstu bílpróf? 26. janúar […]
Jólasíld Ísfélagins – Gott að gleðja fyrir jólin
„Jólasíld Ísfélagsins nýtur mikilla vinsælda og hefur magnið verið aukið frá ári til árs vegna mikillar eftirspurnar,“ segir Hildur Hrönn Zoega Stefánsdóttir verkstjóri í Ísfélaginu. Upphaflega var jólasíldin hugsuð fyrir starfsmenn og viðskiptavini Ísfélagsins en frá árinu 2021 hóf Ísfélagið að gefa bæjarbúum síld í tilefni 100 ára afmæli Ísfélagsins og segir Hildur að þau […]
Þrettán verkefni hlutu styrk úr ,,Viltu hafa áhrif”

Í síðustu viku afhenti Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, samtals 13 styrkþegum fjárstyrki til verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir árið 2024. Athöfn af þessu tilefni fór fram í Ráðhúsinu þar sem skrifað var undir samstarfssamning um hvert verkefni. Markmiðið með “Viltu hafa áhrif?“ er að stuðla að auknu íbúalýðræði í […]