Metin fuku á árshátíð þar sem allt var á útopnu – myndaveisla

Metin fuku á árshátíð þar sem allt var á útopnu – myndaveislaVið hæfi er að rifja upp gleðina á árshátíð VSV á dögunum með um 500 ljósmyndum sem hér fylgja. Myndir skrökva sjaldnast. Þarna var fjörið, svikalaust. Gestir voru alls 360, metfjöldi á árshátíð fyrirtækisins enda stækkar Vinnslustöðvarfjölskyldan og dafnar. Þannig mætti í fyrsta sinn […]
Þrettán framúrskarandi í Vestmannaeyjum

Í 13 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Framúrskarandi fyrirtæki í sem skráð eru í Vestmannaeyjum eru alls 13 í ár og hefur fjölgað um […]
60 ára afmæli Surtseyjar 14. nóvember í Eldheimum

Umhverfisstofnun og Vestmannaeyjabær minnast 60 ára afmæli Surtseyjar með viðburði þriðjudaginn 14. nóvember kl. 17:00 í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, munu ávarpa gesti og opna viðburðinn. Í kjölfarið flytur Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðstjóri á svið náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, stutt ávarp um verndargildi Surtseyjar. […]
Nemendur heimsækja Hraunbúðir

Undanfarin ár hafa nemendur í Kirkjugerði farið aðra hvora viku í heimsókn á Hraunbúðir þar sem þau hafa spjallað, leikið og sungið með heimilisfólki sem og fólkinu sem kemur í dagdvölina. Í gær fór hópur nemenda og tók við veglegri gjöf frá dagdvölinni, en fólkið þar hefur saumað poka með útsaumi á og fyllt þá […]
ÍBV-íþróttafélag fordæmir vinnubrögð HSÍ og Hauka – Tilkynning

Atburðarás síðustu daga hefur sýnt okkur hjá ÍBV-íþróttafélagi að það vill enginn hlusta. Við höfum kallað og kallað hátt en fáum lítil sem engin svör. Jafnvel þó heilsu íþróttafólks sé stefnt í hættu. Við kölluðum eftir samtali um velferð leikmanna. Það skipti engu máli hvert við leituðum,Haukar, HSÍ eða ÍSÍ. Alger þögn frá Haukum, HSÍ […]
SA halda fund í Akóges á morgun

Samtök atvinnulífsins (SA) halda opinn vinnufund í Akogeshúsinu við Hilmisgötu kl. 10.00 í fyrramálið um lausnir til að losa íslenskt efnahagslíf út úr vítahring verðbólgu og vaxta. SA segja það algjört forgangsatriði fyrir bæði fyrirtæki og heimili og bjóða öllum sem eiga heimangengt að þiggja kaffi og hádegisverð og eiga gott samtal. SA hóf í […]
Hæfileikakeppnin Skjálftinn verður haldinn á laugardaginn

Hæfileikakeppnin Skjálftinn verður haldin í þriðja sinn þann 11. nóvember næstkomandi. Í ár fengu allir skólar á Suðurlandi, frá Þorlákshöfn að Höfn í Hornafirði boð um þátttöku og voru alls sjö skólar sem skráðu sig til keppni. Skjálftinn byggir á hugmyndafræði Skrekks sem haldið hefur verið í Reykjavíkurborg í meira en 30 ár. Markmið Skjálftans […]
Hugrakkar stelpur – Upplifun af námskeiðinu

Agnes Líf Sveinsdóttir, Birta Marinósdóttir og Emma Bjarnadóttir eru að fara af stað með námskeið sitt Hugrakkar stelpur í annað sinn í nóvember. Markmiðið með námskeiðinu er að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust stúlkna með því að efla hugrekki. Okkar vilji er að börn í Vestmannaeyjum geti sótt slíkt námskeið í sínum heimabæ sem að hvatti […]
Hallgrímur Heimisson ráðinn aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Vals

Eyjapeyjinn Hallgrímur Heimisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Vals næstu þrjú árin. Í facebook færslu segir hann: “Ég er ótrúlega spenntur og þakklátur fyrir þessu nýja hlutverki. Það er mikill heiður að fá mitt fyrsta meistaraflokks-tækifæri hjá liði á þessari stærðargráðu og starfa með Pétri Péturs.” Óskum honum innilega til hamingju! (meira…)
Siglingar næstu daga

Í tilkynningu frá Herjólfi kemur fram að silgt verði fulla áætlun til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag og út laugardag amk. Áætlað er að Álfsnes hefji dýpkun að nýju seinnipartinn í dag. Fimmtudagur 9.nóvember Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 18:15, 20:45, 23:15. Föstudagur 10.nóvember […]