Sunna og Sandra mynda fyr­irliðat­eymi

Sunna Jóns­dótt­ir, leikmaður ÍBV, hef­ur verið skipaður fyr­irliði ís­lenska kvenna­landsliðsins í hand­bolta. Hún tek­ur við fyr­irliðaband­inu af Rut Jóns­dótt­ur sem er í barneigna­leyfi. RÚV greindi frá í gær. Ásamt Sunnu munu Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir og Sandra Erl­ings­dótt­ir mynda fyr­irliðat­eymi. Sunna er 34 ára göm­ul og á 75 lands­leiki að baki. Í þeim hef­ur hún gert […]

Kanna fýsileika jarðganga á milli lands og Eyja

Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja. Skipunartími starfshópsins er frá 15. september og nær til verkloka sem eru áætluð eigi síðar en 31. júlí 2024. Hópurinn hefur þegar hafið störf og fundaði föstudaginn 6. október síðastliðinn. Starfshópurinn hefur það hlutverk að setja fram sviðsmyndir um mismunandi útfærslur […]

Mæta Aftureldingu á útivelli

Handboltastrákarnir leggja land undir fót í dag þegar þeir mæta Aftureldingu í íþróttamiðstöðinni við Varmá í Mosfellsbæ í sjöttu umferð Olísdeildarinnar. Um er að ræða liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. Ferðalaginu líkur ekki í Mosfellsbæ því strákarnir fljúga á af landi brott á morgun og spila í […]

Fóru í tíu útköll

Hvassviðrið sem gekk yfir Vestmannaeyjar síðastasólarhringinn er nú gengið niður. En meðlvindhraði á Stórhöfða var yfir 20 m/s í 17 klukkustundir samfellt í gær og fór í 40 m/s í hviðum. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja segir þá hafa sinnt 10 útköllum öllum í gærdag. “Við fengum að sofa í nótt, þetta voru 10 verk […]

GRV einn fimm skóla tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á alþjóðlegum degi kennara 5. október. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og er Kveikjum neistann verkefni Grunnskólans í Vestmannaeyjum tilnefnt fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, ásamt fjórum […]

Ágæt veiði en skítviðri framundan

Ísfisktogararnir Bergur VE, Vestmannaey VE og Gullver NS voru ýmist að landa fullfermi í gær eða á landleið með fullfermi. Öll voru skipin að veiðum austur af landinu. Bergur VE landaði í Neskaupstað í gærmorgun. Jón Valgeirsson skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að veiðiferðin hafi gengið vel. „Það var fínasta veiði í Litladýpi […]

Arðsöm fyrirtæki eru forsenda sjálfbærni samfélaga

Mynd: Starfsmenn Sawakami eignastýringasjóðsins: Frá hægri: Hiroaki Maeno, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, Mitsuaki Kuroshima, umhverfisverkfræðingur og yfirmaður greiningardeildar Sawakami sjóðsins og Jun Suzuki, byggingaverkfræðingur.Mynd / Aðsend  Sigurgeir B. Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni bregður sér stundum í hlutverk blaðamanns Bændablaðsins. Hér er viðtal sem hann tók við gesti frá Japan og birtist í blaðinu:   ,,Maðurinn […]

Saman í kór

Það var skemmtileg samkoma sem fram fór í safnaðarheimili Landakirkju í gær þegar kórar í Vestmannaeyjum leiddu saman hesta sína. Það voru Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja sem héldu eins konar kóramót og buðu Eyjamönnum að hlíða á afraksturinn. Æfingar hafa staðið yfir bæði sameiginlegar og hver kór fyrir sig síðustu vikurnar. Tilgangur […]

Í ökutíma hjá Snorra Rúts

Það er fátt meira spennandi í lífi ungmenna en þegar rúnturinn er innan seilingar og bílprófið loksins í höfn. Bílprófið þykir eitt af þessum stóru tímamótum í lífinu og margir sem byrja á fullu að æfa sig við aksturinn þegar sextán ára aldrinum er náð og hefja má ökunám. Þá taka þeir prófið helst ekki […]

Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu eignina 2023 hlutu þau Ólöf og Kristján fyrir eign sína að Heiðarvegi 49

Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2023 voru afhent 15. september sl. Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ sá um að afhenda verðlaunin. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en einnig komu tilnefningar frá Rótarýklúbb Vestmannaeyja.   Umhverfisviðurkenningar árið 2023 hlutu:  Fegursti garðurinn: Vestmannabraut 12-20.  Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 49.  Endurbætur til fyrirmyndar: Póley.  Snyrtilegasta fyrirtækið: Brothers Brewery. Framtak á sviði umhverfismála: Marinó Sigursteinsson.  […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.