Annar leikur ÍBV og Vals í úrslitaeinvíginu kl. 18.00 í dag
Kvennalið íBV heimsækir Valskonur í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu í dag kl. 18.00 í Origo – Höllinni. Í fyrsta leik liðanna sigraði Valur og því afar mikilvægt að stelpurnar sæki sigur á útivelli. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. (meira…)
Ekki hægt að taka á móti flutninga- og skemmtiferðaskipum vegna verkfalls

Boðað hefur verið til verkfalls hjá starfsmönnum hafnarinnar sem eru í Stafey dagana 25. maí, 1. júní og 8. júní. Verkfallið hefur áhrif á ákveðna þætti í rekstri hafnarinnar eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vestmannaeyjahöfn. Ef af þessu verkfalli verður, þá verður ekki hægt að taka á móti flutninga- og skemmtiferðaskipum þessa […]
Vestmannaeyjabær tekur þátt í verkefni um Heilsueflandi samfélag

Kynning á Heilsueflandi samfélagi fór fram á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku en meginmarkmið þess er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Ráðið þakkaði í niðurstöðu sinni fyrir kynninguna og færir eftirfarandi til bókar. “Samfélagið í Vestmanneyjum ber sterk merki […]
Stelpurnar fá toppliðið í heimsókn

Tveir leikir eru á dagskrá í 4. umferð Bestu deildar kvenna í dag en topplið Þróttar heimsækir ÍBV á Hásteinsvöll. Þróttarar hafa unnið tvo og gert eitt jafntefli í deildinni en ÍBV hefur tapað tveimur og unnið einn. Þór/KA og Breiðabliks mætast þá á Þórsvelli. Bæði lið eru með 6 stig í deildinni. Leikir dagsins: […]
Ótrúlega gaman að spila í Vestmannaeyjum

Íþróttavarp RÚV er með handboltaþema þessa vikuna og ræðir við Rúnar Kárason sem stendur í ströngu með liði ÍBV sem er komið í úrslit Olísdeildarinnar. Rúnar er á leið aftur í uppeldislið sitt Fram en hann settist niður með Eddu Sif Pálsdóttur og fór yfir langan og viðburðaríkan feril. Meðal annars ræðir hann um hve […]
Öldungaráð samþykkir framtíðarsýn í öldrunarmálum

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja fundaði í vikunni sem leið þar lá fyrir fundargerð öldungaráðs Vestmannaeyjabæjar. Í fundargerð öldungarráðs frá 24. mars sl. kemur fram að öldungaráðið hefur fengið kynningu á drögum að framtíðarsýn og stefnu í öldrunarmálum og samþykkir hana fyrir sitt leiti. Öldungarráð leggur til að drögin verði kynnt á opnum fundi fyrir eldri […]
Gefandi fyrir okkur að koma að góðum verkefnum fyrir samfélagið

Hjálmadagur Kiwanis fór fram í vikunni en um er að ræða landsverkefni hjá Kiwanishreyfingunni þar sem allir fyrstu bekkingar fá reiðhjólahjálm að gjöf. “Hjá okkur Kiwanisklúbbnum Helgafelli hér í Vestmannaeyjum, erum við í góðu samstarfi með Slysavarnarfélaginu Eykyndli og Lögreglunni, en Eykyndilskonur aðstoða börnin við hjálmana og að stilla þá við hæfi hvers barns og […]
Samstarf ÍBV og KFS heldur áfram

ÍBV hefur lánað þá Sigurð Grétar Benónýsson og Ólaf Hauk Arilíusson yfir í KFS í sumar. Sigurður er 27 ára framherji sem á að baki 95 leiki í meistaraflokki, hann hefur undanfarin ár spilað með ÍBV og Vestra. Siggi hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að koma sér almennilega á skrið aftur. Hann […]
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti sjúkraflugi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út aðfaranótt fimmtudags til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Ekki reyndist unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja vegna slæms skyggnis. Þyrlusveitin flaug norður fyrir Elliðaey, austur fyrir sunnanverða Heimaey og þaðan til vesturs inn á Klaufina milli Stórhöfða og Litlahöfða þar sem þyrlan lenti á veginum. Þar beið sjúkrabíll og var […]
Þjóðin með POWER að vopni

Um helgina bankar sölufólk og býður landsmönnum SÁÁ-álfinn til kaups. Álfurinn í bílnum, á skrifborðinu og í anddyri fyrirtækjanna er vitni um samhjálp okkar til þeirra sem þjást af fíknisjúkdómum. Nú steðjar mikil ógn að lífi ungra fíkla og líf margra er í hættu. Við ætlum að snúa vörn í sókn fyrir unga fólkið með […]