Samþykkja hækkun og gera kröfu að rekstur félagsins sé sjálfbær

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær, en á síðasta fundi ráðsins, sem haldinn var þann 4. maí sl., var ákveðið að fresta afgreiðslu erindis frá stjórn Herjólfs ohf. þar óskað var eftir samþykki bæjarráðs á hækkun gjaldskrár Herjólfs. Ákvað bæjarráð að óska eftir fundi með fulltrúum stjórnarinnar til þess að ræða […]
Fjárfest í sól og betri lífsgæðum

Laugardaginn 13. maí mun Novus Habitat halda kynningarfund á Hótel Vestmannaeyjar þar sem hægt verður að fræðast um allt sem máli skiptir varðandi fasteignakaup á Spáni og Tenerife. Fundurinn fer fram á milli kl. 12 og 14. Íslendingar hafa í auknum mæli fjárfest í fasteignum við Miðjarðarhafið, þar sem njóta má veðurblíðu nánast allan ársins […]
Ótrúlegur árangur

Það verður að teljast með ólíkindum að ÍBV-íþróttafélag sé á leið í úrslit með bæði karla- og kvennalið í handbolta. Konurnar tryggðu sér sæti í úrslitunum í gær þegar þær sigruðu Hauka. Í kvöld var komið að körlunum sem sigruðu FH þriðja leik undanúrslitanna 31:29. Báðir hörkuleikir þar sem úrslitin réðust í framlengingu. „Það er […]
Litlu lærisveinarnir loksins komnir á streymisveitur

Árið 1998 kom út hljómplata á vegum Landakirkju með lögum Helgu Jónsdóttur í flutningi Litlu lærisveina Landakirkju. Á plötunni er að finna fjölda laga sem heyrast hafa í sunnudagaskólum landsins í gegnum tíðina og má þar helst nefna Regnbogann sem flestir þekkja. Nú hefur þessari ágætu plötu verið komið á stafrænt form og er hún […]
Klárast einvígið í Krikanum í kvöld?

ÍBV vann ævintýralegan sigur á FH í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum á sunnudag, 31:29, eftir framlengingu. ÍBV er með tvo vinninga og þarf aðeins einn í viðbót til þess að binda enda á rimmuna og leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðin mætast í kvöld […]
50 ár frá eldgosinu á Heimaey

– Eftir Fríðu Hrönn Halldórsdóttur Greinin hér að neðan er unnin úr heimildaritgerð sem Fríða Hrönn vann í áfanga í Háskólanum á Akureyri. 7 árum og 25 dögum eftir að eldgos hófst á Heimaey fæddist ég á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Ég er alin upp við “fyrir gos” og “eftir gos” í samfélaginu mínu og framan af […]
Þekking og reynsla hefur tapast með tíðum mannabreytingum

Innviðaráðuneytið hefur falið Vegagerðinni að hefja viðræður við Vestmannaeyjabæ um mögulega endurnýjun rekstrarsamnings þar sem greindir verða kostir þess að fela Herjólfi ohf að vera áfram með siglingar milli lands og eyja. Félagið er í eigu Vestmannaeyjabæjar og núverandi samningur gildir til 1. október. Vestmannaeyjabær er búinn að skipa viðræðunefnd af hálfu bæjarins og var […]
Þór sótti vélarvana smábát

Áhöfn Þórs, björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vestmannaeyjum, var boðuð út í gærmorgun til þess að sækja smábát við Kötlutanga. Smábáturinn varð vélarvana við Kötlutanga rétt undan Vík í Mýrdal og rak undan hægum vindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarsveitin var boðuð út kl. 11 og tók um eina og hálfa klukkustund að […]
Eyjakonur tryggðu sér sæti í úrslitum

Haukakonur sýndu það í kvöld að það var engin tilviljun að þær voru mættar í fjórða leikinn í undanúrslitunum gegn ÍBV í Eyjum í kvöld. Á heimavöll Eyjakvenna sem er sá sterkasti í handboltanum í dag. Þær höfðu í fullu tré við heimakonur og eftir jafnan leik þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit í […]
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Í morgun kom fyrsta skemmtiferðaskipið til Vestmannaeyja þetta sumarið, þegar Sea Spirit lagðist að bryggju. Um borð í skipinu eru 112 farþegar og 73 í áhöfn. Á heimasíðu Vestmannaeyjahafnar má sjá allar bókanir sumarsins. (meira…)