Níu stúlkur frá ÍBV æfa með yngri landsliðum HSÍ

Sara Dröfn, Alexandra Ósk, Ásdís Halla, Birna Dís, Birna María, Agnes Lilja, Birna Dögg, Klara og Kristín Klara Yngri landslið kvenna hjá HSÍ æfa dagana 11.-15. október nk. og voru gefnir út æfingahópar í gær fyrir U15, U16, U18 og U20, og á ÍBV 9 iðkendur sem taka þátt í þessum æfingum. Hildur Þorgeirsdóttir og […]
Allt undir og frítt á völlinn

Fótbolti.net fer yfir stöðuna þegar lokaumferð Bestu deildar karla fer fram í dag, laugardag. ÍBV mætir Keflavík kl. 14.00 og fara allir leikirnir í neðri hlutanum fram á sama tíma. Eitt lið er fallið; Keflavík féll fyrir tveimur umferðum síðan. Fjögur lið geta fylgt Keflvíkingum niður í Lengjudeildina, ÍBV, Fylkir, HK og Fram. Eina liðið […]
Allt undir á Hásteinsvelli á morgun

ÍBV verður á morgun í harðri baráttu við Fram, HK og Fylki um að halda sæti sínu í Bestu deild karla. Sigur á HK á útivelli um síðustu helgi, 0:1 gaf Eyjamönnum líflínu. Keflavík, sem mætir á Hásteinsvöll á morgun er fallið en er sýnd veiði en ekki gefin. Sigur á laugardaginn er skilyrði ætli […]
Vestmannaeyjabær styrkir Stígamót

Fyrir fundi fjölskyldu og tómstundaráðs lá beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta 2024. Í niðurstöðu um málið kemur fram að Vestmannaeyjabær hefur átt gott samstarf við Stígamót í gegnum árin. Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að verða við ósk stígamótua um styrktarframlag frá Vestmannaeyjabæ upp á 100.000 kr. (meira…)
Þingmennirnir sem ekki mættu

„Dræm þátttaka þingmanna á fund með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum endurspeglar áhugaleysi að mati stjórnarmanns í fjórðungssambandi Vestfirðinga. Aðeins tveir þingmenn kjördæmisins boðuðu komu sína á fund með sveitarstjórum landshlutans,“ segir á ruv.is um heimsókn þingmanna til Vestfjarða í gær. Aðeins tveir af átta boðuðu komu sína sem Vestfirðingum fannst klént og afboðuðu fundinn. Ekki voru […]
Opinn laugardagsfundur í Ásgarði

Á morgun, laugardaginn 7. október kl. 11.00 verður Ásmundur Friðriksson frummælandi á laugardagsfundi í Ásgarði. Þar verður aðal málefni fundarins nýjar lausnir í sorpeyðingarmálum. Á fundinn koma Stefán Guðsteinsson og Júlíus Sólnes til að kynna nýja gerð af umhverfisvænum sorpbrennslustöðvum fyrir meðalstór sveitarfélög eins og Vestmannaeyjar. Efnið er afar áhugavert og eru allir velkomnir til […]
GRV tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2023

Grunnskóli Vestmannaeyja hefur verið starfræktur frá haustinu 2006 en þá sameinuðust Barnaskóli Vestmannaeyja og Hamarsskóli. Skólanum er aldursskipt og eru nemendur á yngsta stigi í Hamarsskóla en þau eldri í Barnaskólahúsinu. Í skólanum hefur verið mótuð skýr stefnu um framtíðarsýn fyrir starfið á næstu árum þar sem helstu áherslur eru snemmtæk íhlutun, lestur og læsi, […]
Líf og fjör fyrir austan

Það var líf og fjör í höfninni á Seyðisfirði á sunnudag og mánudag en það var landað yfir 300 tonnum úr fjórum skipum samstæðunnar segir á heimsíðu Síldarvinnslunnar. Vestmannaney landaði á sunnudagsmorgun 61 tonni og var uppistaða aflans þorskur. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri var nokkuð sáttur með túrinn „Þetta var stuttur túr og var fiskað […]
Fráleitt að orkusparandi framkvæmdir skili sér ekki

HS Veitur tilkynntu um mánaðamótin hækkun á gjaldskrá hitaveitu í Vestmannaeyjum um 7.39 prósent. Einnig var boðuð lækkun á hitastigi á vatni frá kyndistöð niður í allt að 4°C frá því sem nú er eftir árstímum. Bæjarráð hefur lýst yfir óánægju sinni með hækkunina en rök Veitna eru áskoranir í rekstri hitaveitu í Vestmannaeyjum vegna […]
Dulin hækkun í kaldara vatni

Formaður bæjarráðs, Njáll Ragnarsson fulltrúi Eyjalistans í bæjarstjórn í bæjarstjórn er heldur óhress með stöðuna eftir hækkun á raforku og lægri hita á hitaveituvatninu . „Bæjarráð lýsti óánægju sinni við forstjóra HS Veitna þegar þetta kom upp, bæði það að félagið ákveður að hækka gjaldskrána og ekki síður því heita vatnið sé kælt á sama tíma. […]