Gleðilegt lundasumar 2023

– Eftir Georg Eið Arnarson Lundinn settist upp í Eyjum í gær, 14. apríl, sem er svona í fyrra lagi en samt ekki, því ég hef einhvern tímann séð hann setjast upp 13. apríl, en yfirleitt er þetta á tímabilinu 13.-20. apríl. Reyndar fréttist af lunda á brúnum Dyrhólaeyjar fyrir ca. 3 dögum síðan og […]
Eyjamenn fóru létt með Stjörnuna

ÍBV vann fyrsta leikinn í slagnum við Stjörnuna í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 37:33. ÍBV leiddi frá upphafi og var með fjögurra marka forskot í fyrri hálfleik, 21:17. Næsti leikur er í TM-höllinni í Garðabæ á mánudagskvöld klukkan 18.00. Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 8, Kári Kristján Kristjánsson 8/7, Arnór […]
ÍBV mætir KA í dag fyrir norðan

Þrír leikir verða spilaðir í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. ÍBV mætir KA fyrir norðan kl. 16:00 á Greifavellinum. Leikurinn er sýndur í beinni á Besta deildin2. Aðrir leikir á dagskrá eru Keflavík-KR kl. 14:00 FH-Stjarnan kl. 16:00 (meira…)
Stærsti kaupsamningur í sögu Vestmannaeyja

Í dag var undirritaður samningur um framkvæmd yfirtöku Vinnslustöðvarinnar á útgerðarfyrirtækinu Ósi ehf. og fiskvinnslufyrirtækinu Leo Seafood ehf., félögum í eigu Sigurjóns Óskarssonar, skipstjóra og útgerðarmanns, og fjölskyldu hans. Samningur um kaupin var gerður í janúar með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Stofnunin skilaði niðurstöðu í dymbilvikunni og gerði engar athugasemdir. Það gerði Fiskistofa heldur ekki. Fram kom […]
Enn og aftur ekkert flug til Eyja

Eftir nokkurt hlé hóf Flugfélagið Ernir flug til Vestmannaeyja um miðjan desember sl. samkvæmt samkomulagi við innviðaráðuneytið. Flogið var þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Fyrsta flugið var föstudaginn, 16. desember og það síðasta í dag, föstudaginn 14. apríl. „Samningurinn var til 31. mars 2023, en bæjarstjóri óskaði eftir […]
Hlutverk deildarstjóra í leikskólum

Eyja Bryngeirsdóttir, leikskólastjóri Kirkjugerðis, var með frábært erindi fyrir allt starfsfólk leikskólanna miðvikudaginn 12. apríl sl. og var það liður í endurmenntunaráætlun skólaþjónustu. Erindið var byggt á meistararitgerð hennar Deildarstjórar í leikskólum: ákvarðanataka, vald og samskipti við aðra stjórnendur. Við gerð ritgerðarinnar skoðaði Eyja störf deildarstjóra og þá sérstaklega hvernig þeir leysa erfið starfsmannamál, hvernig þeir […]
Úrslitakeppni karla hefst á morgunn

ÍBV mætir Stjörnunni í 8 liða úrslitum og verður fyrsti leikurinn á morgunn laugardag kl.14:00, heima í Eyjum. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur!. Frítt er fyrir börn á grunnskólaaldri/iðkendur ÍBV. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Fyllum Íþróttamiðstöðina af hvítum treyjum og hvetjum okkar menn til sigurs! Áfram ÍBV Alltaf, alls staðar! (meira…)
Samruni VSV, Óss og Leo Seafood samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Vinnslustöðvarinnar hf., Útgerðarfélagsins Óss hf. og Lea Seafood ehf. Samruninn var tilkynntur samkeppnisyfirvöldum 28. febrúar 2023 og niðurstaðan liggur nú fyrir. Fram kemur að fyrirtækin fari með tæplega 7% af aflahlutdeild í þorskígildiskílóum, sem er undir 12% hámarki samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Sagt var frá kaupum Vinnslustöðvarinnar á Ós […]
Fjölbreytt sumarstörf í boði

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir starfsfólki 17 ára og eldra til sumarstarfa á vegum bæjarins fyrir árið 2023. Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl nk. Um er að ræða fjölbreytt störf á flestum stofnunum og sviðum Vestmannaeyjabæjar. Leitað er að jákvæðum, duglegum og samviskusömum einstaklingum. Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð […]
Ljósleiðaravæðing Eyglóar ehf

Nú er farið að hlýna í lofti og biðjum húseigendur að kíkja á áætlaða lagnaleið að eignum sínum, segir í frétt frá félaginu á vestmannaeyjar.is. „Ef breyta þarf áætlaðri leið skal hafa samband með tölvupósti á vidir@vestmannaeyjar.is eða jonthor@vestmannaeyjar.is. Ekki er víst að hægt verði að hnika fyrirhugaðari lagnaleið, en reynt verður að koma til […]