Rafknúin skip á teikniborði

Fram kemur á vef fiskifrétta að Vinnslustöðin lætur nú hanna fyrir sig ný skip til að leysa af hólmi Kap og Drangavík til veiða í landhelginni. Við frumhönnun hefur komið á daginn að nýju skipin gætu stundað netaveiðar í dagróðrum við suðurströndina og við Eyjar fyrir rafmagni að hluta. Skipin kæmu til hafnar síðdegis eða […]
Tilnefningar til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs óskast
Veistu af áhugaverðum þróunar- og nýbreytniverkefnum í GRV, leikskólum, Tónlistarskóla eða Frístundaveri sem þú vilt vekja athugli á? Hægt er að tilnefna kennara, kennarahópa, leiðbeinendur og starfsfólk í leikskólum, Grunnskóla Vestmannaeyja, Tónlistarskóla og Frístund. Allir geta tilnefnt til verðlaunanna, s.s. foreldrar, ömmur og afar, nemendur, stofnanir, samtök, starfsfólk Vestmannaeyjabæjar, þ.m.t. starfsfólk í leikskólum, grunnskóla, Tónlistarskóla […]
Einstakir tónleikar Júníusar Meyvants í Hörpu

Það var bæði eftirvænting og spenna sem fyllti hugann á leið á tónleika, Júníusar Meyvants, eyjapeyjans Unnars Gísla Sigurmundssonar í Hörpunni, föstudaginn 10. mars sl. Tækist drengnum að fylla risastóran sal Hörpunnar og ná til gesta með tónlist sinni? Hann stóð undir væntingum, Harpan var nánast full og gífurleg stemming frá fyrsta tóni til hins […]
Hljómey – Búa til eitthvað einlægt og fallegt

Þann 28. apríl nk. verður haldin tónlistarhátíðin Hljómey í Vestmannaeyjum. Hátíðin fer fram á 11 heimilum víðs vegar um miðbæ Vestmannaeyja og 14 atriði koma fram. Þau eru Júníus Meyvant, Magnús Þór Sigmundsson, Una Torfa, Emmsjé Gauti, Valdimar Guðmundsson, Foreign Monkeys, ELÓ, Molda, Karlakór Vestmannaeyja, Merkúr og Helga & Arnór, Tríó Þóris, Hrossasauðir og Blítt […]
Nýtt hrognahús Ísfélagsins – Höfðu 28 mánuði til ljúka verkinu

„Ég er mjög þakklátur þeim sem hafa staðið í stafni í þessu stóra verkefni, Rafeyri á Akureyri, Vélsmiðjan Þór, Skipalyftan, Miðstöðin, Brink og Steini og Olli, allt fyrirtæki sem stóðu sig alveg gríðarlega vel í þessu stóra verkefni sem hrognahúsið er. Frá upphafi voru menn tilbúnir að taka tillit hver til annars. Þetta varð að […]
Fimmtán ára stúlka með dæmdum ofbeldismanni

Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. „Ekki hefur einhver séð systur mína eða […]
Tvöfaldur leikdagur hjá ÍBV

Tveir leikir fara fram í Olísdeild kvenna og karla í dag. Karlaliðið mætir Gróttu í Hertz höllinni Seltjarnanesi kl. 14:00. Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð2Sport. Kvennaliðið mætir síðan Fram í Framhúsinu Úlfarársdal kl. 16:00. Leikurinn verður sýndur í beinni á Fram Tv (meira…)
Páskaratleikur Sealife Trust

Frá og með helginni er opið alla daga vikunnar frá 13-16 í Sealife Trust. Þá hefst einnig páskaratleikur sem allir krakkar eru velkomnir að taka þátt í. Börnin fá blað og blýant í afgreiðslunni og eiga að leita að 12 eggjum sem eru falin víðsvegar um staðinn. Þau geta verið alls konar á litinn og […]
Afkoma VSV 2022 sú besta í sögunni

Afkoma Vinnslustöðvarinnar á árinu 2022 var sú besta sem um getur í sögu fyrirtækisins þrátt fyrir að loðnuvertíðin hafi ekki gengið eins vel og menn væntu, aðallega vegna óhagstæðs tíðarfars. Nær allar einingar VSV-samstæðunnar voru reknar með hagnaði. Þetta kom fram á ársfundi Vinnslustöðvarinnar í gær, 30. mars. Vinnslustöðin gerir upp í evrum. Velta samstæðu […]
Emmsjé Gauti með Þjóðhátíðarlagið í ár

Þjóðhátíðarnefnd tilkynnir með stolti: rapparinn Emmsjé Gauti verður með Þjóðhátíðarlagið í ár. Lag og myndband verða frumflutt síðar í sumar og Þjóðhátíðargestir eiga von á góðu frá einum vinsælasta tónlistarmanni landsins. Dagskráin í Herjólfsdal er farin að mótast – Bríet, Stjórnin og Friðrik Dór / fleiri tilkynningar væntanlegar strax eftir Páska. Forsala miða í […]