Rúnar Gauti á HM í snóker

Eyjamaðurinn Rúnar Gauti Gunnarsson, ríkjandi Íslandsmeistari 21 árs og yngri í snóker, heldur í vikunni út til Möltu þar sem hann mun taka þátt í heimsmeistaramóti í sínum aldursflokki. Alls eru 96 þátttakendur skráðir til leiks en Rúnar er eini íslenski keppandinn. Sigurvegari mótsins fær tveggja ára þátttökurétt á atvinnumótaröðinni en þar keppa sterkustu snóker-spilarar […]
Uppselt í Puffin run

Það er fullbókað í The Puffin Run 2023 en nú hafa 1.200 þátttakendur hafa skráð sig í hlaupið. Hlaupið fer fram í Vestmannaeyjum þann 6. maí. Um er að ræða metþátttöku, en í fyrra luku 847 keppni. Hlaupaleiðin Hlaupið er frá Nausthamarsbryggju framhjá FES og út Ægisgötu og Tangagötu. Inn á Skipasand og þaðan niður […]
Nýtt fyrirkomulag á forsölu fyrir félagsmenn

Annað fyrirkomulag verður á félagsmannaafslættinum við kaup á þjóðhátíðarmiðum í ár. Í stað þess að kaupa miða á sérstakri síðu líkt og í fyrra þarf að skrá sig inn fyrir afslættinum hér: tix.is/ibv Fyrst þarftu að tryggja að þú sé innskráð/ur á tix.is á þinn notanda, sá notandi þarf að innihalda upplýsingar um kennitölu gilds félagsmanns. Svo þarftu að “kaupa vöruna” félagsmaður […]
Á stórum stundum lífsins skiptir kirkjan klárlega máli

Sunnudaginn 19. febrúar sl. var haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar fyrir árið 2022 og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn var vel sóttur og dagskráin hefðbundin með skýrslu stjórnar, sem Andrea Atladóttir, formaður flutti og Hafsteinn Gunnarsson, endurskoðandi hjá Deloitte fór yfir reikinga síðasta árs. Séra Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur fór yfir starfið 2022 sem er að […]
Bryggjurúntur á loðnuvertíð

Þó vissulega beri bæjarbragurinn merki þessa dagana að loðnuvertíð nálgist nú hámark þá voru vertíðir fyrri tíma oft mun umsvifameiri. Það er af sem áður var að hver vinnandi hönd var kölluð til og frí gefin í skólum til að vinna á vöktum við að bjarga sem mestum verðmætum á sem skemmstum tíma. Frysting og […]
Sísí Lára hætt

Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna frægu. Hún greindi frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Tilkynninguna má lesa hér að neðan: ÉG hef tekið þà erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Eftir ráðleggingar frá lækni finn ég að það er kominn tími til að […]
Stórskipakantur, athuganir og rannsóknir

Á síðasta undir framkvæmda- og hafnarráðs lagði Erlingur Guðbjörnsson, formaður ráðsins fram tillögu um að stofnaður verði starfshópur til að fara yfir skýrslu um stórskipakant. Í honum eru formaður og varaformaður framkvæmda- og hafnarráðs, tveir bæjarfulltrúar úr meirihluta og einn bæjarfulltrúi úr minnihluta. Starfsmenn hópsins verða Brynjar Ólafsson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Dóra Björk […]
Virða skal skilaboð að handan um lit skipsheita

„Ég hef unnið hjá Vinnslustöðinni í 42 ár og fékk það innprentað hjá Bjarna Sighvatssyni, stjórnarformanni fyrirtækisins til margra ára, að heiti skipa skuli máluð í hvítum eða ljósum litum. Svart væri litur dauðans og það boðaði ekki gott fyrir skip og áhöfn þess. Þegar ég sá heiti „nýja“ Sighvats Bjarnasonar VE svartmálað spyrnti ég […]
LV og LR slá saman í Kviku í dag

„Við viljum minna á tónleikana okkar í Menningarhúsinu Kviku (leikhúsinu) í dag kl 16:00. Frítt inn & allir velkomnir,“ segir Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja á Fésbókarsíðu sinni í dag. Í annarri færslu segir Jarl: „Við í Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur ákváðum nú fyrr í vetur að það væri gaman að hittast og spila saman […]
Hvatt til hreinsunarátaks – Má gera betur

„Í sumar eru eins og flestum er kunnugt 50 ár frá lokum Heimaeyjargossins. Á hverju ári er haldin goslokahátíð að því tilefni og verður þar engin undantekning í ár nema að þessu sinni verður hátíðin viðburðameiri,“ segir í síðustu fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs sem leggur til að efnt verði til umhverfis- og hreinsunarátaks meðal íbúa […]