Breytingar á aðalnámskrá leikskóla

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til fundaraðar um breytingar á aðalnámskrá leikskóla sem taka gildi 1. september 2023. Áætlað er að breytingarnar verði að fullu innleiddar í leikskólum landsins 1. ágúst 2024. Breytingarnar skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra. Í breytingunum er jafnframt aukin […]

Axel Ó hættir eftir 64 ár

Nú stendur yfir rýmingarsala hjá Axel Ó við Bárustíg sem hættir rekstri eftir 64 ár í Vestmannaeyjum. Núverandi eigendur, Bára Magnúsdóttir og Magnús Steindórsson, hafa rekið verslunina frá árinu 2000. Axel Ó er elsta skóbúð landsins. Í tilkynningu í gær senda þau viðskiptavinum og starfsfólki góðar kveðjur. Þau efna til alvöru útsölu og segja gjafabréf og […]

Grímur kokkur & co í þrettánda sinn

Ef einhver hátíð á landinu kemst nálægt því að standa jafnfætis Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er það Fiskidagurinn mikli á Dalvík sem nú fer hafinn. Allt á þeirra forsendum og engu stolið. Og auðvitað eiga Eyjamenn verðuga fulltrúa á Dalvík eins og kemur fram á heimasíðu Fiskidagsins sem Atli Rúnar Halldórsson stýrir. „Já, já. Eyjamennirnir mæta […]

Óþrifnaður í Þórsheimilinu og okur á tjaldstæði

„Ég var gestur á fjölskyldutjaldsvæðinu hjá Þórsheimilinu þjóðhátíðarhelgina og var einnig starfsmaður ÍBV í gæslu á hátíðinni. Við ákváðum að nota fjölskyldutjaldsvæðið sem er bæði í stuttu göngufæri við Dalinn og með þjónustumiðstöð (Þórseimilið) eða öllu heldur að við héldum, að hægt væri að nota,“ segir kona í pósti til Eyjafrétta. Lýsing hennar er ófögur […]

Leika í fyrstu deild að ári liðnu

Sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja 65+ í karlaflokki bar sigur úr býtum í 2. deild á LEK móti golfklúbba, er fram kemur í tilkynningu frá GV. Sveitin leikur því í 1. deild að ári liðnu. Golfklúbbur Vestmannaeyja óskar þeim innilega til hamingju í færslu sinni á Facebook. Ljósmynd: Golfklúbbur Vestmannaeyja. (meira…)

Nökkvi Snær framlengir

Hornamaðurinn knái Nökkvi Snær Óðinsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍBV, er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu. „Nökkva þekkjum við öll enda einn mesti ÍBV-ari sem um getur og eru það frábærar fréttir að hann hafi ákveðið að halda áfram að leika með ÍBV” segir í færslu á Facebook-síðu deildarinnar. (meira…)

Tilkynning frá HSU vegna Nóróveiru

Vegna Nóróveiru smita í samfélagi okkar, biðjum við fólk vinsamlega að passa vel upp á smitvarnir með handþvotti, spritti og hugsanlega grímum. Þetta er bráðsmitandi veira sem veldur kviðverkjum, niðurgangi, uppköstum og höfuðverk, ásamt þreytu og beinverkjum. Smitgöngutími eru 1-2 dagar og sýkingin gengur yfir á ca. 2 dögum. Mikilvægt er að forðast viðkvæma einstaklinga […]

Svaðilför í Surtsey

surtsey_cr-3.jpg

Nú mundi ég hlæja ef ég væri ekki dauður hugsaði gamli maðurinn, liggjandi á kistubotni, hlustandi á sína eigin líkræðu, sprellifandi eftir læknamistök. Ágúst Halldórsson brá undir sig árum og kajakaði til Surtseyjar hér um daginn. Hann lét sér ekki nægja að róa þangað, heldur steig fæti á heilaga grund yngstu eyjar heimsins. Þar með […]

Pattaralegar pysjur og spáin góð

Náttúrustofa Suðurlands hefur lokið lundaralli í júlí. Niðurstöðurnar eru áþekkar og árið 2021 þegar rúmlega 4600 pysjur fundust. Á Facebook-síðu Pysjueftirlitsins kemur fram að það árið hafi pysjurnar komið til byggða rétt eftir Þjóðhátíð sem er einnig raunin þetta árið þar sem fyrsta pysjan fannst í nótt. Pysjurnar eru nokkuð pattaralegar og því staðan hér í […]

Landhelgisgæslan sótti Surtseyjarfara

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flutti vísindamenn og búnað þeirra úr Surtsey á dögunum. Undanfarin ár hefur Landhelgisgæslan í samstarfi við Umhverfisstofnun aðstoðað Surtseyjarfara með ýmsu móti, t.d með að flytja þá ásamt búnaði til og frá eynni, segir í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar. Hluti hópsins var fluttur til Vestmannaeyja á meðan aðrir fóru til Reykjavíkur. Hluti hópsins […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.