Góð þjónusta í Eyjum – N1 við Friðarhöfn

Starfsfólks N1 við Friðarhöfn er komið í mikið jólaskap enda töluvert síðan að jólavörur fóru að berast. Helst ber þar að nefna sniðugar, ódýrar og sykurlausar gjafir í skóinn fyrir börnin en eftir að Stymmi Gísla byrjaði að vinna í N1 hefur samband okkar við jólasveinana aukist mikið. Fóru jólasveinarnir fram á að auka úrvalið […]
Gott að borða í Eyjum – Næs á næs

NÆS mun halda áfram að bjóða upp á jólaseðil alveg framm að jólum á hverju kvöldi vikunnar. Við munum einnig vera með rosalega næs sælkerakörfu sem er tilvalinn gjöf eða bara til þess að njóta fyrir jólin. Hægt er að panta borð eða sælkerakörfu á naesrestaurant.is. Við þökkum fyrir viðskiptin á árinu og fyrir að […]
ÍBV treyja ódýrust í jólapakkann

Í frétt á vef Vísis hefur verið tekið saman hvaða fótboltatreyja er ódýrust í jólapakkann. Þar kemur fram að treyjur Breiðabliks og ÍBV eru ódýrastar á landinu á meðal Bestu-deildar félaga. Bæði félög eru í Nike og seljast fullorðinstreyjur liðanna á 6.495 krónur á meðan barnatreyjur eru þúsund krónum ódýrari, á 5.495 krónur, í H-verslun. […]
Jólatónleikar Kórs Landakirkju í kvöld

Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju fara fram miðvikudagskvöldið 14. desember kl. 20:00. Öllu verður til tjaldað en tónleikarnir verða tvískiptir líkt og áður. Fyrri hlutinn fer fram í safnaðarheimilinu og sá síðari í Landakirkju. Kitty Kovács stýrir kórnum og leikur á píanó og orgel og Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng. Lofað er góðri skemmtun og e.t.v. má […]
ÍBV örugglega í átta liða úrslit

Eyjakonur eru komnar í átta liða úrslit í Coca Cola-bikarnum eftir 33:25 sigur á Þór/KA í Vestmannaeyjum í kvöld. Harpa Valey var markahæst hjá ÍBV með sjö mörk og Hrafnhildur Hanna skoraði sex. Marta stóð sig frábærlega í markinu. Önnur lið í átta liða úrslitum eru HK, Selfoss, Haukar, Stjarnan, Víkingur, Fram og Valur. Mynd […]
Glæsilegt Jólabingó í Höllinni í kvöld

Í kvöld ætlar Alzheimerfélagið í Vestmannaeyjum að halda Jólabingó í Höllinni. Bingóið byrjar á slaginu 19.15 og húsið opnar 18.30. Spjaldið verður á 1000kr og tvö stk. verða á 1500. Opinn bar verður í Höllinni en bingóstjórar verða nágrannarnir Baldvin Þór og Valtýr Auðbergs. Allur ágóði rennur beint til Alzheimerfélagsins í Vestmannaeyjum. Vinningarnir eru af […]
Gott að versla í Vestmannaeyjum – Hárstofa Viktors

Klippa allt að 50 hausa á dag „Þetta er eins og venjulega hjá okkur vertíðin fer hægt og rólega af stað og svo þéttist þetta þegar líður á mánuðinn,“ sagði Viktor Ragnarsson, rakari með meiru þegar við litum inn til hans. „Varðandi jólaklippinguna þá er fólk oft svolítið seint á ferðinni en við höfum verið […]
Oft er þörf en nú er nauðsyn

Kvennalið ÍBV fær lið KA/Þórs í heimsókn í dag kl.17:30. Um er að ræða gífurlega mikilvægan leik í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. “Oft er þörf en nú er nauðsyn. Við treystum á ykkur kæru stuðningsmenn, fjölmennum í húsið og styðjum stelpurnar okkar inn í næstu umferð bikarkeppninnar. Sjáumst hress og kát í Íþróttamiðstöðinni,” segir […]
Gott að versla í Vestmannaeyjum – Icewear

Fólk er fyrr á ferðinni Magnea Jóhannsdóttir verslunarstjóri hjá Icewear í Vestmannaeyjum er spennt fyrir jólavertíðinni. „Hún leggst mjög vel í okkur, allir klárir að hjálpa til við að finna réttu jólagjöfina. Desember er eflaust með stærri mánuðum ársins á eftir sumarmánuðunum.“ Aðspurð um breytingar á jólaverslun Eyjamanna var Magnea ekki í vafa. „Já þetta […]
Jólatónleikar kórs Landakirkju

Kór Landakirkju heldur árlega jólatónleika sína miðvikudaginn 14. desember og hefjast þeir kl. 20:00. Dagskráin verður sneisafull af hátíðlegum og hrífandi jólalögum líkt og undanfarin ár en kórinn hefur verið við stífar æfingar frá því snemma í haust. Tónleikarnir eru tvískiptir rétt eins og undanfarin ár en dagskráin hefst í sal safnaðarheimilis Landakirkju og líkur […]