Hagamýs nema land í Vestmannaeyjum

Hagamús hefur nýverið numið land í Vestmannaeyjum. Fram til þessa höfðu þar einungis verið húsamýs. Hagamús er algeng og útbreidd nagdýrategund sem að öllum líkindum kom til Íslands með landnámsmönnum á 10. öld og hefur verið hér síðan. Þetta kemur fram á vef Náttúrustofnunar Íslands þar sem segir að þrjár aðrar nagdýrategundir lifi á Íslandi, […]
Herjólfur í Eyjum – Óvissa með framhaldið

Eftir að bilun kom upp í framhlera á Herjólfi í gærkvöldi horfum við fram á verulega röskun á samgöngum milli lands og Eyja. Herjólfur sigldi frá bryggju í Þorlákshöfn kl. 02:15 og liggur nú við bryggju í Vestmannaeyjum þar sem unnið er að viðgerð. Á heimasíðu Herjólfs segir að fyrri ferð dagsins í Þorlákshöfn falli […]
Samþykktu byggingu bílaþvottastöð við Faxastíg

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa fór fram í vikunni sem leið þar var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi við Faxastígur 36. Guðmundur Oddur Víðisson f.h. Orkan ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir bílaþvottastöð á lóð fyrirtækisins Faxastíg 36, í samræmi við framlögð gögn. Umsóknin var samþykkt með neðangreindri bókun. “Niðurstaða afgreiðslufundar felur í sér samþykkt byggingaráforma í samræmi við […]
KFS – Óðinn áfram þjálfari

Það er með ánægju sem við tilkynnum að Óðinn Sæbjörnsson verður áfram þjálfari KFS í þriðju deild. KFS náði góðum árangri í sumar og sigldi lygnan sjó í deildinni þvert á allar spár og endaði í sjötta sæti deildarinnar af tólf liðum. Með KFS leika margir ungir og efnilegir leikmenn sem hafa í gegnum tíðina […]
Herjólfur fastur í Þorlákshöfn og verið að rýma skipið

Herjólfur situr fastur í Þorlákshöfn eftir að bilun varð í stefnishurð ferjunnar. Farþegar hafa beðið í rúma fjóra tíma eftir að skipið, sem er tiltölulega nýkomið úr slipp, sigli af stað. Áætluð borttför úr Þorlákshöfn var 20:45 í kvöld. „Verið er að vinna að viðgerðum. Við komum til með að senda frá okkur tilkynningu þegar […]
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu

Kamilla Dröfn Daðadóttir og Sara Rós Sindradóttir komu í Rauða krossinn með peninga, sem þær höfðu safnað með dósasöfnun, og vildu þær endilega koma þeim peningum til barna í Úkraínu. Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir gjöfina. Þessi mynd var tekin þegar þær afhentu afrakstur söfnunarinnar í Rauða krossinn. Með þeim eru Sigurður Ingason formaður og […]
Jólaþorskur í þungavigtarflokki

Ónefndur viðskiptavinur sölufyrirtækisins Frescolouro í Portúgal fer ekki í jólaköttinn í ár. Frescolouro kaupir saltfisk af framleiðslu- og sölufyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal, Grupiexe, og selur viðskiptavinum sínum. Sá ónefndi var svo heppinn að krækja í fisk sem vegur 12 kíló fullþurrkaður til að bera á hátíðarborð stórfjölskyldu sinnar um jólin. Ætla má að golþorskurinn hafi verið að minnsta kosti 40 […]
Steinlágu fyrir fyrir Haukum í Hafnarfirði

Eyjamenn sáu aldrei til sólar þegar þeir mættu Haukum í Olísdeild karla á Ásvöllum í gær. Haukar hafa verið í basli það sem af er en náðu að lyfta sér úr fallsæti með sætum sigri ÍBV, 38:28. ÍBV er í sjötta sæti Olísdeildarinnar og því engin ástæða til að örvænta en þeir eiga erfiðan leik […]
Alþjóðlegur minningardagur um þá sem hafa látist í umferðarslysum

Í dag er alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um þá sem hafa látist í umferðarslysum. Verður þeirra minnst í messu í Landakirkju sem hefst klukkan 13.00. Þar mun Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn flytja erindi. Allir viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum og aðrir kirkjugestir velkomnir. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu. (meira…)
Góður sigur Eyjakvenna á Fram

Eftir að hafa verið rétt á hælum Fram á útivelli í Olísdeildinni tóku Eyjakonur við sér í seinni hálfleik og unnu 27:25. Fram náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik og var staðan 16:13 í leikhléi. Fram leiddi lengst af í fyrri hálfleik og náði þar mest fjögurra marka forskoti. Fram leiddi 16:13 í […]