ÍBV flaug inn í þriðju umferð Evrópubikarsins

Úkraínska liðið Dunbas var ekki mikil fyrirstaða fyrir Eyjamenn í seinni leiknum í gær og eru þar með komnir í þriðju umferð Evrópubikars karla í handknattleik. Í hálfleik var staðan 22:8 og lokatölur 45:20. Í fyrri leiknum voru lokatöliur 36:28 þannig að 33 mörk skildu liðin að í þessum tveimur leikjum. Mörk ÍBV skoruðu: Svanur […]
Rekstrarafkoma í samræmi við fjárhagsáætlun

Lögð voru fyrir bæjarráð á fundi ráðsins í síðustu viku drög að níu mánaða rekstraryfirliti fyrir samstæðu bæjarsjóðs. Samkvæmt rekstraryfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins rúmum 13% hærri og heildarrekstrarkostnaður er rúmum 8,7% hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarafkoma fyrstu níu mánuði ársins er í samræmi við fjárhagsáætlun 2022. (meira…)
Safnahelgi – Saga, súpa og sýningar

Það þarf enginn á láta sér leiðast í dag. Fjörið byrjar klukkan 12.00 með Sögu og súpu í Safnahúsi þar sem viðfangsefnið er Gunnar Ólafsson á Tanganum og atvinnusaga Vestmannaeyja. Þátttakendur er Andrea Þormar, Helgi Bernódusson og Guðjón Friðriksson. Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði. Seinni leikur ÍBV og Donbas frá Úkraínu er klukkan 14.00 og […]
Líflegar umræður um Auðlindina okkar á Eskifirði

Líflegar umræður sköpuðust á öðrum fundi fundaraðarinnar „Auðlindin okkar“ sem haldinn var 1. nóvember í Valhöll á Eskifirði. Fjöldi manns fylgdist með fundinum í streymi á netinu og var góð þátttaka í umræðum bæði í sal og í gegnum streymið. Á þriðja þúsund áhorfendur hafa nú fylgst með streymi frá fundaröðinni. Fundarstjóri fundarins á Ísafirði […]
Góða nótt

Þetta er Raoul Wallenberg. Sænskur diplomat sem bjargaði þúsundum gyðinga í síðari heimstyrjöldinni með því að veita þeim sænskan ríkisborgararétt, þvert á lög landsins sem hann starfaði í, Ungverjalandi. Þetta er Hermann Jónasson forsætisráðherra Íslands árin 1934 til 1942. Ég veit svo sem ekkert um ráðherratíð Hermanns frekar en nafna hans Gehrings annað en það, […]
Stórsigur á Donbas í fyrri leiknum

Eftir átta marka sigur 28:36 ÍBV á Donbas frá Úkraínu í annarri umferð EHF European Cup í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag þarf mikið til á Eyjamenn komist ekki í þriðju umferðina. ÍBV var yfir allan leikinn og var sigurinn síst of mikill. Liðin mætast í seinni leiknum á morgun í Vestmannaeyjum og hefst hann […]
ÍBV-Donbas í EHF European Cup

Karlalið ÍBV fær úkraínska liðið Donbas í heimsókn um helgina í 2. umferð EHF European Cup. Báðir leikir verða leiknir hérna í Vestmannaeyjum, í dag og sunnudag, og hefjast báðir klukkan 14:00. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur. (meira…)
Safnahelgi – Mál, menning og handbolti

Dagskrá Safnahelgar nær hápunkti í dag og hefst með bókakynningu í Safnahúsi kl. 12.00. Þær Arna Björgvinsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir lesa úr nýjum bókum sínum í seríunni Bekkurinn minn. Bókabeitan kynnir ýmsar barnabækur. Klukkan 13.00 er yfirgripsmikið málþing um athafnamanninn Gísla J. Johnsen í Ráðhúsinu. Þátttakendur eru Arnar Sigurmundsson, Helgi Bernódusson, Ívar Atlason, Kári […]
Málefnaleg umræða um sjávarútveg á Ísafirði

Góð mæting var á fund sem haldinn var í gær í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á vegum verkefnisins Auðlindarinnar okkar. Einnig fylgdist fjöldi manns með fundinum í streymi á netinu og var góð þátttaka í umræðum bæði í sal og í gegnum streymi. Fundarstjóri fundarins á Ísafirði var Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Rebekka Hilmarsdóttir sérfræðingur […]
Todor þjálfar kvennalið ÍBV

ÍBV hefur ráðið Todor Hristov sem þjálfara kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu til þriggja ára en hann tekur við af Jonathan Glenn. Todor, sem er 35 ára gamall, er frá Búlgaríu en hefur verið búsettur á Íslandi í átta ár og lék fyrst með Víkingum í Reykjavík í eitt ár en síðan með Einherja á Vopnafirði frá […]