Halli Geir heimsmeistari á annarri

„Elsku Halli minn þurfti að víkja frá keppni á hægri hendi vegna meiðsla eftir fjórðu glímu. Hér er hann með Úkraínumanninum Oleh Zhokh sem er bestur í heiminum í 85.kg.flokki á vinstri. En við Eyjamenn eigum heimsmeistara í sjómann á vinstri líka,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, eiginkona Haraldar Geirs Hlöðverssonar sem vann frækin sigur í flokki […]
Konur unnu – Karlar töpuðu

Eyjakonur í handboltanum gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í gær þegar þær mættu Haukum í Olísdeildinni. Úrslitin urðu 23:24 en í hálfleik var staðan sextán mörk gegn ellefu okkar konum í vil. Er ÍBV í þriðja sæti deildarinnar. Á Skaganum var ÍBV í þægilegri stöðu, 2:0 yfir gegn ÍA í næst síðasta leik neðri hlutans […]
Undir gjallregni – Útgáfuteiti í Eldheimum í dag

„Fjölmennt útgáfuteiti Óla á Stapa móðurbróður míns haldið í Pennanum Eymundssyni við Skólavörðustíg í gær. Undir gjallregni heitir þessa magnaða bók sem er svo listilega vel skrifuð um upplifun hans í eldgosinu í Eyjum 1973 þar sem hann starfaði sem lögreglumaður. Frásögn sem lætur engan ósnortin. Fyrsta bók frænda sem er kominn á tíræðisaldur,“ segir […]
Sigtryggur lánaður til Austurríkis

Sigtryggur Daði Rúnarsson er á leiðinni til austurríska liðsins Alpla Hard. Erlingur Richardsson staðfesti þetta í samtali við Seinni bylgjuna á Stöð2sport að loknum leik Aftureldingar og ÍBV í Olísdeildinni í gær. Erlingur sagði Sigtrygg Daða vera lánaðan til austurríska liðsins til ársloka og verða tilbúin í slaginn með liðinu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst […]
Breki VE sigldi 3.300 sjómílur þvers og kruss í haustralli Hafró

Breki VE lagði úr Hafnarfjarðarhöfn fyrr í dag áleiðis til Vestmannaeyja að afloknu haustralli Hafrannsóknastofnunar sem leigði skipið í verkefnið annað árið í röð. Veiðarfærum var skilað í land í Hafnarfirði og flestum í áhöfninni reyndar líka til að þeir kæmust á árshátíð VSV í kvöld. Fjórir urðu eftir um borð til að sigla Breka […]
Bæði lið á útivelli í dag

Karla og kvenna lið ÍBV í handbolta leika bæði leiki á útivelli í dag. Stelpurnar ríða á vaðið klukkan 14:00 þegar þær mæta Haukum á Ásvöllum. Stelpurnar eru í 3. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Hauka stúlkur sitja í 6. sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á HaukarTV. Strákarni hefja leik […]
Opinn fyrirlestur á laugardaginn 22. október kl. 11-12 í Sagnheimum

Í tengslum við málþing um Kveikjum neistann! mun Simone Grassini dósent flytja erindið NATURE AND EFFECT ON PSYCHOLOGICAL FACTORS sem fjallar um mikilvægi náttúru og umhverfis fyrir vellíðan okkar, bæði andlega og líkamlega. Boðið er upp á kaffi og spjall eftir fyrirlesturinn. Allir hjartanlega velkomnir (meira…)
Slipptaka Herjólfs IV á áætlun

Umræða um samgöngumál var meðal þessa sem var á dagskrá á fundi bæjarráðs í vikunni. Þeir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. og Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, komu á fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir samgöngum Herjólfs milli lands og Eyja, stöðunni í Landeyjahöfn, svo sem dýpi og dýpkunarframkvæmdir, hvernig til hefur tekist með […]
Karlaliðin sitja hjá í fyrstu umferð í bikarnum

Í morgun var dregið í 32 liða úrslit bikarkeppni HSÍ. ÍBV sendir tvö karla lið til keppni að þessu sinni. Dregið var í þrjár viðureignir og mætast eftirfarandi lið: Þór – Afturelding Fjölnir – Fram FH – Grótta Liðin sem sátu hjá í 32 liða úrslitum að þessu sinni voru Valur sem Íslandsmeistarar og KA, […]
Salsagengi og „tvíbbar“ í vélarrúmi Gullbergs

Efni standa til þess að stigin séu spor í salsadansi í vélarrúmi Gullbergs VE-292 þegar þannig stendur á. Víst er að fá ef nokkur önnur skip í íslenska flotanum eru mönnuð til slíkra hluta. Reyndar á það kannski við um allt Evrópska efnahagssvæðið og þótt víðar væri leitað að vandfundnir eru vélstjórar sem hafa tileinkað […]