ÍBV tapaði með einu marki í Evrópuleiknum

Eyjakonur töpuðu með einu marki, 21:20 í annarri umferð Evrópubikars kvenna í leik gegn Ioni­as frá Grikklandi sem var að ljúka í Vestmannaeyjum rétt í þessu. Er þetta fyrri leikur liðanna en sá seinni verður í Eyjum á morgun. ÍBV var yfir allan leikinn þar til á síðustu mínútu að þeim grísku tókst að jafna […]

ÍBV-konur í stórræðum í dag og á morgun

Eyja 3L2A2868

ÍBV-konur eiga möguleika á að kom­ast í þriðju um­ferð Evr­ópu­bik­ars­ins í hand­bolta um helgina þegar þær mæta Ioni­as frá Grikklandi. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli í Íþróttamiðstöðinni, í dag og á morgun. Hefjast báðir klukkan 14.00 báða dagana. Gagni vel hjá ÍBV komast þær í 32ja liða úr­slit. Þær grísku eru reyndar í Evrópukeppnum […]

BRYGGJUDAGUR ÍBV á Skipasandi í dag

Fiskur og aftur fiskur og gæðafiskur verður í boði á Bryggjudegi ÍBV sem stendur frá klukkan 10.00 til 13.00 í dag í kró á Skipasandi. Tilvalið að versla sér nýtt og ferskt sjávarfang og fara svo á Evrópuleik hjá stelpunum kl. 14:00!     (meira…)

BRYGGJUDAGUR ÍBV verður á morgun, laugardaginn 15.október kl.10:00-13:00 í kró á  Skipasandi. Tilvalið að versla sér nýtt og ferskt sjávarfang og fara svo á Evrópuleik hjá stelpunum kl. 14:00!   (meira…)

Breyting – Nú er það Þorlákshöfn

Farþegar athugið – 14.10.2022. Því miður er aldan að rjúka upp í Landeyjahöfn og Herjólfur III ófær um að sigla þangað. Að því sögðu siglir Herjólfur III til Þorlákshafnar núna fyrri part dags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 10:00 (Þeir farþegar sem áttu bókað kl. 07:00 hafa verið færðir sjálfkrafa) Brottför frá Þorlákshöfn kl. 13:15 (Þeir […]

Í Landeyjahöfn klukkan 10.00

Farþegar athugið – 14.10.2022. Í nótt stóðu yfir viðgerði á vél Herjólfs, gekk það vel og ætti að klárast von bráðar. Ölduhæð í Landeyjahöfn er undir spá og á niðurleið að því sögðu stefnum við að sigla eftirfarandi áætlun í dag, föstudag: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 10:00 (Áður 07:00) Brottför frá Landeyjahöfn kl. 11:15 (Áður […]

Minningargrein: Stefán Sigurjónsson

Stefán Sigurjónsson skósmiður, skólastjóri og stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja lést þann 1. október sl. Stebbi skó flutti til Vestmannaeyja fljótlega eftir gos og óðara gekk hann í Lúðrasveit Vestmannaeyja. Hann var lipur hljóðfæraleikari, léttur húmoristi og snöggur til svars en þessir eiginleikar eru einmitt mjög góðir í lúðrasveit. Fljótlega valdist Stebbi til trúnaðarstarfa innan sveitarinnar og […]

Tók upp gítarinn eftir 30 ára hlé

„Ég var einn vetur í gítarnámi við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum, sennilega árið 1974 eða 1975. Tók svo gítarinn upp 2006 eftir tæplega 30 ára hlé og hóf að semja lög og texta 2011, samdi 13 lög í Eyjum og sex í viðbót eftir að ég flutti á höfuðborgarsvæðið. Keypti mér píanó í Covid og tvö […]

Goslokatónleikar í Gaflaraleikhúsinu á laugardagskvöldið

Það var happ fyrir Vestmannaeyjar þegar Kristín Jóhannsdóttir dró Seyðfirðinginn Magnús R. Einarsson, tónlistar- og fjölmiðlamann til Vestmannaeyja. Hefur hann sýnt Eyjarnar í skemmtilegu ljósi í pistlum á RÚV og látið til sín taka í tónlistinni. Hann var fremstur meðal jafningja á Goslokahátíð í sumar þegar valinn hópur tónlistarmanna hélt einstaklega skemmtilega tónleika með sígildum […]

Bergur heldur til veiða í dag

Ísfisktogarinn Bergur VE hefur í um mánaðartíma verið í Hafnarfirði þar sem ýmsu viðhaldi hefur verið sinnt. Framkvæmdur var öxuldráttur, báðar aðalvélar teknar upp og fleiri smærri verkefni voru á dagskrá. Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Skipið var um tveggja vikna skeið í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar á meðan viðhaldvinnan fór […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.