�?að var mikið um dýrðir í Einarsstofu í Safnahúsinu á laugardaginn þegar Ágúst Einarsson afhenti um 1500 bækur til Bókasafns Vestmannaeyja. Er þar að finna nokkrar af merkustu bókum íslenskrar ritlistar, allar Biblíur sem gefnar hafa verið út á Íslandi frá Guðbrandsbiblíu 1584 að telja, Crymogea Arngríms lærða frá 1610, Íslendingabók Ara fróða 1688 og margt fleira. �?ar með er Bókasafn Vestmannaeyja komið í hóp merkustu fágætisbókasafna á landinu.
Ágúst gefur safnið til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson útgerðarmann og hans miklu bókasöfnun. Á myndinn eru Elliði Vignisson bæjarstjóri og hjónin Kolbrún S. Ingólfsdóttir og Ágúst Einarsson.
Nánar í Eyjafréttum.