Bólusetningafréttir – Vika 18 og 19
HSU007
Starfstöð HSU í Eyjum.

HSU er  að klára að bólusetja alla 60 ára og eldri.  Allir ættu að hafa fengið boð í bólusetningu, en ef kerfið hjá okkur hefur klikkað eða fólk hafi ekki komist þegar það fékk boð, þá er opið hús fimmtudaginn 13 maí,  kl. 10-11 í Vallaskóla á Selfossi.

Verið er að vinna niður listana yfir fólk með undirliggjandi vandamál og hafa flest allir nú þegar fengið boð. Landlæknir sendir nýja lista oft í viku, verið er að bæta fólki við á forgangslista og búa til nýja lista. Við gerum okkar besta við að halda vel utan um þetta allt.  Einnig er verið að bólusetja sumarstarfsfólk hjá viðbragðseiningum (heilbrigðisstarfsfólk, fólk í umönnun, lögreglu og þess háttar).

Nú er komið að því að fullbólusetja fólk sem var með þeim fyrstu að fá Astra Zeneca á Íslandi, starfsfólk hjúkrunarheimilla og framlínufólk. Konur yngri en 55 ára hafa val um að fá ekki Astra Zeneca aftur, en það er ekkert því til fyrirstöðu að fá aftur Astra Zeneca ef þær fengu ekki alvarleg viðbrögð eftir fyrstu bólusetningunni og hafi ekki sögu um sjálfsprottna bláæða-blóðtappa.

Þar sem margir erum með frábendingar við ákveðnum bóluefnum eða þeirra hópur er skilgreindur fyrir ákveðin bóluefni, þá erum við oft að boða yngra fólk í bólusetningar sem hafa enga undirliggjandi sjúkdóma.

Biðlum til fólks að koma þegar það fær boð, algjör óþarfi að hafa samviskubit. Við munum bjóða öllum bólusetningu, einhver þarf alltaf að vera fyrstur.

Bendum á nýjung hér á síðunni okkar, „Spurningar og Svör“, undir COVID hnappnum.

Inni á covid.is er hægt að fylgjast með framvindu mála í bólusetningum eftir landshlutum. Þar sést að Suðurland er á pari við aðra landshluta.

Við komum öllu bóluefni út sem okkur er úthlutað og úthlutuninn á landsvísu fer eftir fólksfjölda á hverjum stað. Einhver skekkja getur myndast þar sem árgangar geta verið misstórir í mismunandi byggðarlögum, sem sagt að einhver byggðalög eru komin lengra niður í árgöngum en önnur. Það getur skýrst af því að þar séu færri með undirliggjandi sjúkdóma eða fámennir árgangar hjá fólki 60 ára og eldri. Þetta ætti að jafnast út þegar endanum er náð.

Umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.