Breki og Páll loksins á heimleið
Lengi, lengi hefur verið beðið eftir þessum tímamótum og nú eru þau runnin upp, að morgni fimmtudags að íslenskum tíma. Togaratvíburarnir Breki VE og Páll Pálsson ÍS lögðu úr höfn í dag í Rongcheng í Kína áleiðis til Íslands! Gert er ráð fyrir að skipin komi til heimahafna í Eyjum og á Vestfjörðum um miðjan maí. Skipunum verður í fyrsta áfanga siglt suður fyrir Singapúr, þaðan til Sri Lanka, um Súesskurð til Miðjarðarhafs, um Gíbraltarsund og áfram norður til Íslands.
Siglingarleiðin er 11.300 mílur og gert ráð fyrir að ferðin taki um 50 daga. Heimsiglingin hefst 20 mánuðum síðar en ráð var fyrir gert þegar eigendur Vinnslustöðvarinnar og Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal undirrituðu smíðasamninga. www.vsv.is greindi frá.

Nýjustu fréttir

Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.