Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur fyrir hefðbundinni brennu og flugeldasýningu í dag, á gamlársdag. Kveikt verður í brennunni klukkan 17:00 og hefst flugeldasýningin skömmu síðar.
Svæði sem merkt er með appelsínugulum lit verður skilgreint sem öryggissvæði á meðan flugeldasýning stendur yfir. Gestir eru beðnir um að virða lokanir, fara ekki inn á svæðið og fylgja leiðbeiningum þeirra sem sinna gæslu á staðnum.
Opið verður í flugeldasölu Björgunarfélagsins til klukkan 16.00 í dag. Óskar Pétur Friðriksson leit þar við í gær og smellti nokkrum myndum.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst