Vegagerðin hefur ákveðið að fresta breytingu á hafnarmynni Landeyjahafnar til næsta sumars. Til stóð að útbúa plön fyrir dælukrana á endum hafnargarðanna á grjótfylltum stáltunnum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Hefja átti dælingu síðla árs 2020 með nýjum dælubúnaði, sem keyptur hefur verið til landsins og er áfram miðað við að svo geti orðið. Dælubúnaðurinn verður prófaður í haust og vetur á öðrum stað en í hafnarmynninu.
Samkomulag er við verktakann um þessa breytingu, sem jafnframt er gerð eftir samráð við skipstjórnarmenn Herjólfs sem telja ekki ráðlegt að ráðist sé í breytingar á höfninni á sama tíma og reynsla er að komast á siglingar á nýja skipinu. Einnig er kostur að veðurskilyrði eru sem best til framkvæmda við hafnarmynnið snemmsumars. Unnið hefur verið að breytingu á innri höfninni að undanförnu og verður henni lokið á næstu mánuðum. Breytingin felst í því að rýmka snúningspláss fyrir Herjólf og draga úr ókyrrð við hafnarbakkann, sem eykur öryggi sjófarenda í höfninni.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.