Nú er mikið óveður í Vestmannaeyjum en samkvæmt veðurathugun á Stórhöfða, slær vindhraði mest upp í 43 metra á sekúndu en meðalvindhraði er 33 metrar. Þá hafa mælst hviður upp í 37 metra á sekúndu innanbæjar í Vestmannaeyjum. Herjólfur siglir ekki fyrstu tvær ferðir til Landeyjahafnar í dag og allt innanlandsflug liggur niðri. Þrátt fyrir óveðrið, er ekki vitað til þess að neitt tjón hafi orðið.