Herjólfur átti að sigla frá Landeyjahöfn kl. 10.30, en vegna sterks norðanvinds í Landeyjum, kemst skipið ekki frá bryggju í höfninni. Í tilkynningu frá Herjólfi segir að allar líkur séu þó á að áætlun vinnst upp þegar líður á daginn. Í Landeyjahöfn er núna kl. 10.30, 25 metra vindur af norðri.