Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum opnar kosningaskrifstofu fyrir alþingiskosningarnar 30.nóvember. Framundan er mikilvægur tími fyrir okkur sjálfstæðisfólk um allt land og því mikilvægt að þétta hópinn og koma alvöru stemningu í starfið.
Við opnum því kosningaskrifstofu á laugardag, fyrir litla lundaballið hans Eyþórs Harðar, oddvita okkar, sem hefur ásamt félögum sínum í Heimaeyjarlandinu haft veg og vanda af undirbúningi lundaballsins í ár.
Við bjóðum í BÚBBLUR OG BRÖNS í Ásgarði milli klukkan 12 og 14 á laugardag og hitum þannig upp fyrir lundaballið og komandi átök. Frambjóðendur verða að sjálfsögðu á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest og að sjálfsögðu eru allir hjartanlega velkomnir, segir í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst