Búið að leggja ljósleiðara að öllum heimilum í Eyjum
linuborun_0423
Ljósleiðari lagður. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Páll Magnússon fór þar yfir lokakaflann varðandi söluna á Eygló til Mílu.

Samkeppniseftirlitið tilkynnti um mánaðamótin ágúst/september að það myndi ekki gera frekari athugasemdir vegna þessara viðskipta og í framhaldinu lauk sölunni formlega. Söluverðið er 705 milljónir og greiðist í tvennu lagi. Fyrri greiðslan hefur þegar verið innt af hendi og seinni hlutinn greiðist innan sex mánaða. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu er nú búið að leggja ljósleiðara að öllum heimilum í Vestmannaeyjum og verður um að ræða bestu háhraðatengingar sem völ er á hér á landi.

Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar segir að bæjarstjórn lýsi yfir ánægju með að þessari sölu sé lokið og að búið sé að leggja ljósleiðara í öll hús í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórn þakkar stjórn Eyglóar fyrir vel unnin störf og Mílu fyrir ánægjulegt samstarf í söluferlinu og treystir á góða og örugga þjónustu félagsins við íbúa Vestmannaeyja.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.