Verður fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis frá ýmsum framleiðendum og munu starfsmenn frá Vesturröst veita upplýsingar um þeirra söluvöru sem og fylgihluti. Einnig verða til sýnis byssur frá Veiðisafninu sem ekki tilheyra grunnsýningu safnsins og skotvopn úr einkasöfnum m.a. annars frá Sverri Scheving Thorsteinssyni og Drífu-haglabyssur framleiddar af Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík, en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári.
Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er kr.500 fl. og 250 kr. börn 6-12 ára.
Hótel Selfoss býður sýningagestum veglegan afslátt í tilefni byssusýningarinnar bæði í gistingu og veitingum, bókanir sendist á info@hotelselfoss.is. Nánari upplýsungar á www.hunting.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst