Þegar dýpi í og við Landeyjahöfn var mælt í gær, laugardag, var það ekki orðið nægjanlegt að mati skipstjórnarmanna Herjólfs. Aftur verður dýpið mælt á morgun, mánudag og þá ætti að skýrast hvenær hægt verður að sigla til Landeyjahafnar. Á facebooksíðu Herjólfs segir að nú sé þetta spurning um einhverja daga frekar en viku.