Dagbjört læknir – Lífið og starfið á nýjum stað
Mikil lífsgæði að búa í Vestmannaeyjum 
5. desember, 2025
Fjölskyldan nýtur lífsins vel hér í Eyjum. Mynd/aðsend.

Dagbjört Guðbrandsdóttir er 35 ára sérnámslæknir í bráðalækningum, fædd og uppalin á höfuðborgarsvæðinu, en býr í dag í Vestmannaeyjum ásamt eiginmanni sínum, Victori Guðmundssyni lækni og tónlistarmanni, ásamt þremur sonum þeirra, Frosta, sem er þriggja ára, og tvíburunum Mána og Stormi sem eru eins og hálfs árs. Fjölskyldan flutti til Eyja á síðasta ári og hefur fundið sig einstaklega vel í samfélaginu. Dagbjört veitti Eyjafréttum viðtal. 

Aðspurð hvað hafi orðið til þess að þau hafi ákveðið að flytja til Eyja með fjölskylduna segir Dagbjört að þau Victor hafi verið að vinna hér yfir Þjóðhátíð fyrir nokkrum árum, hann að spila og hún að lækna og þau hafi fundið hversu lífið var ljúft hér. Í fyrstu hafi þau einungis byrjað að framlengja ferðir sínar hingað áður en þau tóku ákvörðun um að setjast hér að með fjölskylduna.

,,í fyrra ákváðum við að taka jólin og áramótin í Eyjum og þá fundum við raunverulega muninn á að vera hér með alla strákana. Einfalt líf og stutt að fara allt sem hentar mjög vel fyrir jafnvægi í fjölskyldu og vinnulífi. Okkur bauðst svo tækifæri að flytja til Vestmannaeyja og hjálpa til á heilsugæslunni hér og við vorum ekki lengi að ákveða okkur eftir fyrri reynslu af því að búa hér.

Samheldið samfélag 

Við fjölskyldan höfum fengið vægast sagt frábærar móttökur, en strákarnir okkar komust strax inn á frábæra leikskólann Kirkjugerði og líður mjög vel þar, en svo hefur Eyjafólk stokkið til og aðstoðað okkur með allt sem við höfum þurft hjálp með. Við brennum líka bæði fyrir að gefa til baka til samfélagsins, en fyrir utan að hjálpa til á heilsugæslunni þá er Victor einmitt að fara af stað með heildræna heilsuþjónustu og sinnir einnig skemmtanalífinu í Eyjum og tónlistinni sinni sem er mjög gaman.”

Það sem hefur komið fjölskyldunni mest á óvart við að búa í Eyjum sé hvað Eyjafólk og samfélagið í heild er samheldið og mikið um að vera. ,,Það er líka mjög róandi að sjá alltaf fjöllin og sjóinn daglega hvert sem maður lítur og maður sparar auðvitað mikinn tíma á hér. Það eru vægast sagt mikil lífsgæði að búa í Vestmannaeyjum!,” bætir hún við.

Aðspurð hverjir séu helstu kostir og gallar að vera læknir í litlu samfélagi eins og í Eyjum segir Dagbjört kostinn klárlega vera hvað hópurinn sem starfar á heilsugæslunni og spítalanum er samheldinn. „Einnig er gaman hvað starfið er fjölbreytt, en sem læknir úti á landi þarf maður að geta gert allt mögulegt. Aftur á móti er það líka galli ef það koma alvarleg og flókin tilfelli sem þarf að senda í bæinn. Þá þurfa samgöngumál að virka upp á að skjólstæðingar komist á sem skemmstum tíma á réttan stað.“

Hefur flutningurinn á einhvern hátt breytt sýn ykkar á starfið eða lífið? ,,Klárlega, en eftir að ég byrjaði að starfa sem læknir hér sá ég hvað það er gaman að þurfa sinna fjölbreyttum málum og hugsa í lausnum. Einnig hafa flutningarnir einfaldað lífið okkar mikið þar sem við löbbum nánast allt og spörum okkur mikinn tíma á að búa hér með þessar stuttu vegalengdir. Strákarnir okkar hafa líka komist vel inn í Eyjalífið og það er frábært hvað er mikið um að vera í Eyjum. Við erum alltaf að finna eða heyra af nýjum hefðum sem Eyjamenn eru með og það er magnað að fylgjast með því og taka þátt.”

Dagbjört segir veturinn lofa góðu hjá fjölskyldunni. ,,Fram undan er frábær vetur ásamt jólum og áramótum hér í Eyjum með fjölskyldunni. Ég verð að vinna á heilsugæslunni og Victor mun áfram sinna sínu, en við erum mjög spennt fyrir komandi tímum og elskum að búa hér. 

Eins og staðan er í dag hjá þeim í dag er planið að vera í Eyjum frá Þjóðhátíð ‘25 yfir Þjóðhátíð ‘26, en bætir við að það sé aldrei að vita nema að það lengist miðað við hvað þeim líði vel hér. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF 12 Tbl Forsidan
12. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.