Grafskipið Dísa, sem áður hét Skandia, er lagt af stað áleiðis til Eyja. Nú verður settur kraftur í sanddælingu í Landeyjahöfn en þó ekki fyrr en um eða eftir helgi, þar sem spáð er austan hvassviðri næstu daga en veðrið á að ganga niður um helgina. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurbótum á Dísu, m.a. sett í hana ljósavél, sérstakt dýpkunarforrit og hliðarskrúfa.