Kvikmyndin Djúpið verður sýnd næskomandi sunnudag í Bæjarleikhúsinu. Myndin, sem byggir á Helliseyjarslysinu 1984, hefur fengið mjög góða aðsókn og í flestum tilvikum góða dóma. Eyjamenn hafa ekki átt þess kost að sjá myndina til þessa nema þeir sem hafa átt leið um höfuðborgarsvæðið en miklar framkvæmdir áttu sér stað í Bæjarleikhúsinu í sumar og var ekki hægt að bjóða upp á sýningar í húsinu fyrr en nú. Þá þurfti einnig að leysa tæknileg vandamál en það er Leikfélag Vestmannaeyja sem stendur fyrir sýningunni.