Handknattleiksdeild ÍBV býður Eyjamönnum til tveggja stórviðburða um næstu helgi þegar bæði dömu- og herrakvöld verða haldin í Golfskálanum – og ljóst er að stemningin verður eftir því!
Fyrst á dagskrá er dömukvöld handboltans sem fer fram föstudagskvöldið 31. október. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30.
Veislustjóri verður Hrund Scheving. Einar Ágúst tekur lagið og DJ Doctor Victor heldur uppi dansstemningu fram á nótt. Miðaverð er 9.900 krónur, og miðasala fer fram í Póley. Að sjálfsögðu verður píla og happdrætti á sínum stað.
Daginn eftir, laugardaginn 1. nóvember, verður svo herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV haldið í sama húsi. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:30.
Þórhallur Þórhallsson stýrir veislunni og lofar húmor, gleði og góðri stemningu. Að venju verður pílan á sínum stað og að þessu sinni fær hæsta skor að launum gjafabréf frá Icelandair. Einnig verða frábærir vinningar í happdrætti.
Miðaverð er 8.000 krónur, og hægt er að nálgast miða hjá Heimadecor / Raf. Bent er á að fjöldi miða sé takmarkaður, svo þeir sem vilja tryggja sér sæti ættu að tryggja sér miða sem fyrst.
Það má því með sanni segja að handknattleiksdeild ÍBV bjóði upp á tvö kvöld af gleði, tónlist og samveru, þar sem stuðningsfólk og velunnarar félagsins geta fagnað saman og stutt sitt lið í leiðinni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst