Laugardagur - Dorgveiði, Sjómannafjör og hátíð í Höllinni

Dagskrá dagsins hefst klukkan 11:00 með dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun fyrir stærsta fiskinn, flesta fiska og fleira. Klukkan 13:00 er Sjómannafjör á Vigtartorgi þar sem séra Viðar byrjar á að blessa daginn.

Þá taka við hefðbundin atriði, kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut, þurrkoddaslagur og foosballvöllur verður á staðnum. Blaðrarinn mætir á svæðið, hoppukastalar, ÍBV verður með poppkorn, Kjörís gefur ís og SS býður eitthvað gómsætt af grilllinu.

Klukkan 20:00 er sjómannadagsball Vestmannaeyja í Höllinni. Glæsileg dagskrá og frábær matur frá Einsa kalda. Veislustjóri verður Halli melló sem sló í gegn í þáttunum Heima með Helga. Magni okkar Ásgeirsson mætir með gítarinn. Una og Sara taka lagið og Herbert Guðmundsson kemur öllum í gír fyrir ballið! Klukkan 23:00 er dansleikur með Á móti sól ásamt Ernu Hrönn.

Minnisvarðinn um druknaða á Skansinum var afhjúpaður í gær af Eykyndilskonum að viðstöddu fjölmenni.

Mynd Addi í London.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.