Mikill hiti hefur verið í umræðunni um þetta blessaða keppnisleyfi ÍBV í efstu deild að ári, svo framarlega sem að við komumst upp – en það er nú nánast í höfn. Auðvitað eru svona kröfur nokkuð kræfar og sérstaklega að setja svona á félögin og ætla að taka refsinguna út á þeim þegar vellirnir eru eignir bæjarfélaganna – menn taka þarna félagið og kreista það – og það úr báðum áttum. Bæði knattspyrnuforustan og bæjarfélagið. Það hefur líka stundum gleymst á hvaða þrepi fótboltinn er í landinu, þá meina ég áhuga- eða atvinnumanna, og hversu mikið á að berja áfram svona framkvæmdir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst