Hafdís Guðnadóttir hefur undanfarnar vikur davlist í Kambódíu í sjálfboðastarfi fyrir samtökin Greenway. Eftir hjálparstarfið lagði hún upp í bakpokaferðalag með tveimur samnemendum sínum til Balí, Kína og endar svo í enskuskóla í Bandaríkjunum. Hafdís, sem er tuttugu og þriggja ára, er búin með þrjú ár í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Hún er dóttir Fanneyjar Gísladóttur og Guðna Ingvars Guðnasonar.