Í dag var dregið í 8-liða úrslit Powerade bikars karla í Mínigarðinum. Tveir leikir eru ókláraðir í 16-liða úrslitum en það eru viðureignir Selfoss – FH og Valur – Grótta. Þær fara fram 9. desember. ÍBV bættist við í pottinn í dag, eftir að hafa verið dæmdur sigur gegn Haukum í síðustu umferð.
ÍBV dæmdur sigur í kærumáli – Eyjafréttir
Eftirtalin lið drógust í viðureignir 8-liða úrslita í dag:
Fram – Valur/Grótta
ÍBV – Selfoss/FH
ÍR – Stjarnan
KA – Afturelding
Leikirnir í 8-liða úrslitum Poweradebikar karla fara fram 17. eða 18. desember.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst