Dregið í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins
21. janúar, 2016
Búið er að draga í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarsins í karla og kvenna flokki en dregið var í �?gis­garði við Eyja­slóð í há­deg­inu í dag.
ÍBV átti tvö lið í pottinum en bæði liðin eiga þó eftir að spila sína leiki í 16 liða úrslitum. Sigri liðin þá leiki mæta strákarnir Val en hjá stelpunum í ÍBV 2 mæta Stjörnunni sem lögðu aðallið ÍBV að velli í gær. En eins og áður sagði eiga bæði lið eftir leiki sína í 16 liða úrslitum. Stelpurnar mæta ÍR á morgun klukkan 19:00 en strákarnir mæta HK mánudaginn 1. febrúar.
Hér fyrir neðan má sjá leikina en úrslita­helg­in í bik­arn­um fer fram 25.-28. fe­brú­ar.
8-liða úr­slit í karlaflokki:
Stjarn­an – Fram
Hauk­ar – Aft­ur­eld­ing
HK/Í�??BV – Val­ur
Fjöln­ir – Grótta
8-liða úr­slit­in í kvennaflokki:
Sel­foss – Grótta
Fylk­ir – Fram
Stjarn­an – ÍBV 2/Í�??R
Hauk­ar – HK
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst