Sanddæluskipið Álfsnes lagði af stað undir kvöld frá Þorlákshöfn til dýpkunar á rifinu fyrir utan Landeyjahöfn.
Dýpið þar hefur verið til trafala undanfarið, og nær Herjólfur aðeins að sigla á flóði til Landeyjahafnar. Álfsnesið er nú komið á staðinn, en samkvæmt heimildum Eyjar.net var dýpið á rifinu komið í um 4 metra. Ágætis útlit er næstu daga til dýpkunar á svæðinu, eða í kringum 1 meters ölduhæð.
Í kvöld var gefin út siglingaáætlun Herjólfs fyrir miðvikudag og fimmtudag. Tilkynninguna frá skipafélaginu má sjá hér að neðan.
Herjólfur siglir eftir sjávarföllum á flóði til Landeyjahafnar 13-14. mars samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 17:00, 19:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 18:15, 20:45.
Hvað varðar siglingar fyrir föstudag, þá verður gefin út tilkynning í síðasta lagi fyrir kl. 06:00 á föstudagsmorgun.
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst