Í kvöld verður 16. umferð Lengjudeildar kvenna spiluð. Í Vestmannaeyjum er sannkallaður toppslagur þegar efstu lið deildarinnar mætast. ÍBV efst og búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári.
Liðið er með 40 stig úr 15 leikjum og getur með sigri í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn. HK er með 34 stig í öðru sæti. Leikurinn hefst klukkan 18.00 á Hásteinsvelli og býður Ísfélagið öllum á leikinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst