Eftirvagn valt
Ohapp 20250630 100316
Verið var að hífa farminn sem var á fletinu þegar ljósmyndari Eyjafrétta kom á staðinn. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Í morgun varð óhapp á Dalavegi þegar aftanívagn fór á hliðina. Loka þurfti veginum á meðan unnið var að því að koma farminum og fletinu af götunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Jónssyni yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum hafði þarna orðið óhapp við flutning farms með þeim afleiðingum að eftirvagninn valt. Hann segir að engin meiðsli hafi verið á fólki og ekki er grunur um refsiverðan verknað eins og staðan er núna en verið er að skoða tildrög óhappsins.

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.