�?að er með mikilli tilhlökkun sem Íslenska óperan heldur í sýningarferð til Vestmannaeyja, en uppfærsla Í�? á Mannsröddinni eftir Poulenc í leikgerð og leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur verður sýnd í Menningarhúsinu Kviku á morgun 10.maí . En Eyjakonan Elva �?sk �?lafsdóttir er ein af leikonunum.
�?peran Mannsröddin, La Voix Humaine, eftir franska tónskáldið Francis Poulenc var samin árið 1958 og er byggð á samnefndu leikriti eftir Jean Cocteau. �?peran er dramatískur einþáttungur sem lýsir síðasta símtali konu til elskhuga síns sem hefur slitið sambandinu eftir fimm ár. Um er að ræða nýja og ferska nálgun á verkið þar sem aðalpersónan, Elle, er túlkuð samtímis af þeim Auði Gunnarsdóttur sópransöngkonu og Elvu �?sk �?lafsdóttur leikkonu í sviðsetningu og leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. �?etta mun vera í fyrsta sinn sem óperunni og leikritinu er fléttað saman á þennan hátt og hér er farið með áhorfandann í hrífandi óvissuferð um allan mannlega tilfinningaskalann.
Sýningin væri í sama húsi og hún steig fyrst á svið
Elva �?sk sagði í samtali við Eyjafréttir að hún væri að sjálfögðu spennt að koma með sýninguna til Vestmannaeyja og hvað þá að sýningin væri í sama húsi og hún steig fyrst á svið tólf ára gömul í leikritinu Hans og Gréta.
Aðspurð sagði hún sýninguna fyrir listunendur og sagan sem sögð er gætu margir tengt við.
�??�?g iða alveg í skinninu við að vera koma og tel þessa sýningu henta vel til sýninga í Vestmannaeyjum, það eru svo ótrúlega margir listunendur þar. �?g lofa allavega mikilli upplifun,�?? sagði Elva �?sk að endingu.