West Ham hefur verið á höttunum eftir varnarmönnum en meiðsli hafa hrjáð nokkra varnarmenn liðsins og í gærkvöldi bárust af því fregnir að ástralski landsliðsmaðurinn Lucas Neill, sem kom til West Ham frá Blackburn í síðustu viku, yrði á sjúkralistanum næstu vikurnar.
West Ham hefur ítrekað reynt að fá Matthew Upson miðvörð frá Birmingham en forráðamenn 1. deildar liðsins höfnuðu tveimur tilboðum West Ham í miðvörðinn í síðustu viku og hljóðaði síðari tilboðið upp á 7 milljónir punda. �?á var West Ham að reyna að krækja í danska miðvörðinn Michael Gravgaard frá FC Köbenhavn en eins og fram kom í spjalli við Eggert Magnússon í Morgunblaðinu í gær bauð West Ham 2,5 milljónir punda í Danann
Morgunblaðið greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst