Fæðingardagur: 16.desember 1987.
Fjölskylduhagir: �?g er á lausu.
Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir og Páll Böðvar Valgeirsson.
Systkini: Valgeir Matthías, Maríanna og Rakel.
Heimili: Á Selfossi.
Skólaganga: Stunda nám í FSu. á félagsfræðibraut.
Helstu áhugamál: Helstu áhugamál mín eru að ferðast bæði innanlands og erlendis, útivist, tíska, hönnun, hreyfing og vera í faðmi fjölskyldu og vina.
Uppáhaldsstaður á Íslandi: Eyjafjöllin og Snæfellsnes.
En erlendis: Á eftir að fara á draumastaðina en London er frábær borg
Hvaða hlutar í eigu þinni gætir þú síst verið án: �?að er síminn og lukkusteinarnir mínir.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á: Eiður Smári.
Uppáhalds listamaður: Tina Turner.
Uppáhalds bók: Grafarþögn og Mýrin, eftir Arnald Indriðason.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: A.M.N.T , One Tree hill og Ophra.
Á hvað trúir þú: Er kristinnar trúar.
Hvað er best og hvað er verst í fari þínu: �?að sem ég tel vera það besta í fari mínu, er að ég er hreinskilin, skipulögð, jákvæð, umhyggjusöm og metnaðargjörn. Get líka verið mjög fljótfær og smámunasöm.
En í fari annarra: �?að sem skiptir máli er að vera glaðlegur, jákvæður og koma hreint fram. �?heiðarleiki, hroki og óstundvísi er ókostur.
Ef þú þyrftir að syngja í kareókí hvaða lag mundir þú velja? Lagið Simply the best.
Hvað hræðistu eða veldur þér mestum kvíða: Kettir og köngulær.
Eftirminnilegasta atvik í lífinu: �?egar systurdóttir mín hún Viðja fæddist
Eftirminnilegast úr æsku: �?egar afi minn fór með mig í bíltúr að álfasteininum okkar, leikurinn var þannig að það átti að hlaupa að ánni og til baka að steininum, tvo hringi kringum steininn og þá var komið tyggjó og blaðra uppá steininn.
Af hverju tekurðu þátt í fegurðarsamkeppni: �?essi keppni er mikil áskorun og gaman að takast á við það. Frábært tækifæri til að auka sjálfstraust og framkomu. Einnig mikill fróðleikur og skemmtun. Undirbúningurinn er búin að vera skemmtilegur og frábært að kynnast nýju fólki.
Ef ekki í samtímanum, hvenær hefðir þú helst viljað vera uppi: Á hippatímabilinu.
Lífsmottó eða eftirlætis málsháttur: Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú vilt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst