Herjólfur mun sigla eina ferð til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag, en ófært hefur verið undanfarna daga í Landeyjahöfn. Brottför frá Vestmannaeyjum er áætluð kl. 17:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:45.
Aðrar ferðir dagsins falla niður. Verði breytingar á áætlun verður greint frá þeim um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni. Varðandi siglingar á morgun verður gefin út tilkynning í síðasta lagi fyrir kl. 06:00 í fyrramálið, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf..