Einar Hlöðver  - Vestmannaeyjar 2050
7. janúar, 2025
Höfundur er brottfluttur Eyjamaður með risastórt Eyjahjarta sem heimsækir Eyjarnar reglulega (án þess þó að geta keypt afsláttarkort í Herjólf enda er slíkt ekki í boði).

Árið er 2050 og Vestmannaeyjar er fyrirmynd bæjarfélaga um gervöll Norðurlönd. Lítið eyjasamfélag tók stökk með þéttri samvinnu, öflugri nýsköpun, styrkri stefnumótun og skýrri framtíðarsýn. Fjöldi bæjarbúa hefur aukist um fjórðung á síðustu 25 árum og eru komnir yfir 5000 manns í fyrsta sinn síðan fyrir gosið 1973. Hlutfall Vestmannaeyja í heildar landsframleiðslu og þjóðartekjum Íslands hefur tekið stökk. Skorar bæjarfélagið hæst á öllum lykilmælikvörðum og eru með ánægðustu íbúa landsins innan sinna raða. Vestmannaeyjar eru eftirsóknarverðasta og verðmætasta bæjarfélag Íslands.

 

ÍBV bikarmeistari kvenna í fyrsta sinn í 19 ár – Mynd RÚV.is

 

Áratugalangir draumar

Það er sólríkur dagur í hjarta Heimaeyjar og bærinn iðar af lífi. Ferðamenn alls staðar að ganga eftir götunum og anda að sér því sérstaka andrúmslofti sem skapast hér á sumrin. Nokkrar vikur eru í stærstu skemmtihátíð Íslands, hina einu sönnu Þjóðhátíð og undirbúningur í fullum gangi. Viðburður sem skilar samfélaginu í Vestmannaeyjum vel á annað þúsund milljónir á ári hverju, til hagsbóta fyrir alla íbúa þess. Við Hástein hvetja heimamenn, með yngri iðkendur fótboltans í broddi fylkingar, knattspyrnuliðið sitt á glæsilegum upphituðum og skjólsælum gervigrasvelli. Á meðan eru yngri iðkendur handboltans að klára æfingar dagsins inni í risastórri fjölnota íþrótta- og tómstundahöll þar sem aðstaðan er á heimsmælikvarða. Eftir æfingar dagsins verður plastgólfi skipt inná fyrir parketið og gert klárt fyrir 15.000 manna tónleika sem fara eiga fram tveimur dögum síðar með frægri breskri poppsveit. Höllin er fyrir löngu orðin stolt samfélagsins.

Bergmál áratugalangra drauma lifna við. Drauma sem urðu að veruleika en þó ekki á einni nóttu. Afrakstur margra ára vandaðrar skipulagningar, skýrrar framtíðarsýnar og sameiginlegrar stefnumótunar bæjarfélagsins og stærsta íþróttafélagi bæjarins, Íþróttabandalagi Vestmannaeyja, ÍBV. En grunnurinn að því öllu var sú hugsana- og hugmyndafræðibreyting sem átti sér stað í samfélaginu. Ráðandi öfl hættu að gera hlutina eins og þeir höfðu alltaf verið gerðir og fóru að gera þá á nýjan og betri hátt.

Vanmat á ÍBV

Þrátt fyrir mikilvægi ÍBV Íþróttafélags fyrir efnahag og samfélagsgerð Vestmannaeyja þá hafði í fjölda ára verið uppi núningur á milli íþróttafélagsins og bæjarfélagsins sem reglulega barst uppá yfirborðið. Fulltrúar bæjarfélagsins sem komu og fóru, vanmátu oftar en ekki mikilvægi íþróttafélagsins, bæði beint og óbeint. Fulltrúar íþróttafélagsins sem komu og fóru, fóru oftar en ekki of geyst í sínum skuldbindingum sem leiddi reglulega af sér erfiða fjárhagsstöðu og neyðarhróp um aðstoð. Skortur var á góðri samvinnu og góðum samskiptum, sönnu gagnsæi og sameiginlegum skilningi. En svo breyttist allt.

Þjóðhátíðin, sem ÍBV stendur fyrir, skiptir Vestmannaeyjar miklu máli. Mynd Óskar Pétur.

 

Framtíðarsýn til 2050

Árið 2025 áttuðu fulltrúar bæjarfélagsins, auk annarra lykilhagaðila, sig á grundvallaratriðinu: Framtíð ÍBV Íþróttafélags snérist ekki bara um félagið sjálft, það snérist um framtíð alls samfélagsins. Hin óskrifaða tilvonandi bjarta framtíð samfélagsins var að sama skapi óhugsandi nema með íþróttafélagið sem eina af styrkustu stoðunum.

Sameinast var í að marka nýja stefnu, nýja framtíðarsýn fyrir Vestmannaeyjar. Framtíðarsýn sem myndi brúa ágreining og færa samfélagið til móts við bjarta og farsæla framtíð. Á innan við tveimur árum tókst að skipa fjölbreytt og sterkt teymi, móta stefnu og koma henni í framkvæmd. Fulltrúar bæjarfélagsins, forystumenn ÍBV Íþróttafélags, stjórnendur helstu fyrirtækja bæjarins ásamt öðrum hagaðilum. Skilaboðin voru skýr: Velgengni Vestmannaeyja eru beintengd velgengni ÍBV Íþróttafélags. Áætlunin „Vestmannaeyjar 2050“ var meira en bara slagorð. Það varð vegvísir fyrir samfélagið til næstu 25 ára.

„Við vorum oft föst í skammtímahugsun og vandamálum. Eyddum miklum tíma og orku í að ná niðurstöðu í einstaka mál sem svo stundum enduðu á byrjunarreit eftir kosningar þar sem nýir bæjarfulltrúar voru teknir við völdum og þeir höfðu ekki sömu skoðanir og forverar sínir og skortur á fastmótaðri framtíðarsýn og stefnu til staðar til að halda áfram að vinna með,” segir Júnía Eysteinsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja.

Klaufaleg samskipti

„Eins voru samskiptin oft á tíðum erfið og stundum klaufaleg. Bæjarfulltrúar að senda pillur á íþróttafélagið í fjölmiðlum og öfugt. Og bæjarfulltrúarnir gátu sumir hverjir ekki ákveðið sig með hverjum ætti að standa í baráttunni fyrir ákveðnum málum. Stundum stóðu þeir með bæjarfélaginu, stundum stóðu þeir með íþróttafélaginu, stundum stóðu þeir með flokknum sínum. Náði þetta meira að segja svo langt í einu deilumálinu sem snéri að því hvort ætti að setja hitalagnir undir nýja gervigrasvöllinn, að einn bæjarfulltrúi minnihlutans stóð með bæjarfulltrúum meirihlutans sem vildu sleppa hitalögnunum. Á þeim tíma þótti það skrýtin pólitík.

En sem betur fer var þeirri ákvörðun snúið við á sínum tíma, það er að segja málið endaði þannig að það fóru á endanum hitalagnir undir völlinn enda hefur það sýnt sig allar götur síðan hversu mikilvæg upphitunin var fyrir vetraraðstöðuna, sérstaklega áður en nýja höllin reis,” segir Júnía bæjarstjóri og heldur áfram: „En svo áttuðum við okkur á því að við þurftum að komast útúr þessum vítahring skammtímahugsunar. Þetta snérist ekki bara um vandamál dagsins í dag, heldur að byggja upp eitthvað sem myndi gagnast okkur öllum til lengri tíma litið. Þau sem sátu við stjórnvölinn áttuðu sig á að það þyrfti að sameinast og búa til eitthvað einstakt sem myndi endast langt fram yfir starfstíma þeirra og jafnvel aldur,”  segir Júnía bæjarstjóri.

Hinn eini sanni Brekkusöngur er á Þjóðhátíð. Mynd Óskar Pétur.

 

Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér

Frekar en að líta á íþróttafélagið sem sérstaka heild, fór stjórn bæjarfélagsins að líta á íþróttafélagið sem eina af meginstoðunum í víðtækari, samtengdri stefnu fyrir samfélagið. Hvað ef hægt væri að stækka íþróttamannvirki félagsins, ekki bara til að tryggja núverandi íbúum fullkomna æfingaaðstöðu yfir allt árið, heldur einnig til að laða að fleiri íbúa? Fleiri iðkendur fyrir íþróttafélagið og vinnuafl fyrir atvinnulífið? Hvað ef æfingaaðstaðan gæti í leiðinni hýst stóra viðburði, jafnvel alþjóðlega? Hvað ef við gætum sameinað allan þennan kraft til að bæta alla grunninnviði og þjónustu?

Með þessari nýju stefnu samþykkti stjórn bæjarfélagsins, íþróttafélagsins og atvinnulífsins langtímasýn sem meðal annars tók á uppbyggingu háþróaðs íþróttasvæðis, með háþróaða innviði sem ætlað var að laða að fleiri íbúa, fjölskyldufólk og íþróttafólk. En þetta snerist ekki bara um að byggja stærri byggingar eða hýsa stærri viðburði. Framtíðarsýnin fól einnig í sér fjárfestingar í öllu samfélaginu: betri skólar, betri stuðningur við barna- og fjölskyldufólk, betra sjúkrahús og fjölbreyttara atvinnulíf á staðnum sem myndi tryggja að hinn stóri ávinningur dreifðist á allt samfélagið.

Íslandsmeistarar ÍBV í fótbolta 1979.

 

„Þegar hin sameiginlega framtíðarsýn og sjálft planið lá fyrir og allir helstu hagaðilar fóru að róa skipinu í sömu átt með gleði og jákvæðni að leiðarljósi, þá varð gagnsæið meira og allt varð meira skýrt fyrir þeim bæjarbúum sem áður fyrr sáu kannski ekki alltaf mikilvægi ÍBV Íþróttafélags fyrir samfélagið. Mörg okkar sem ekki áttu börn í íþróttastarfinu áttuðu sig ekki á því virði sem starf félagsins færði börnum og fjölskyldum bæjarfélagsins, eitthvað sem nær vonlaust er að setja verðmiða á. Og svo hinu, sem hægt er að setja verðmiða á, þeim miklu tekjum sem félagið færði öllum íbúum bæjarins, bæði beint en einnig óbeint í bæjarsjóð í gegnum aukin gjöld og útsvar sem svo nýttist sameiginlega öllum íbúunum aftur. Þetta gerði alla vinnu auðveldari í framhaldinu af því að það voru færri á móti og fleiri með. Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér,” segir Sighvatur Bjarnason sem hefur lifað alla sína tíð í Vestmannaeyjum.

„Svo kom óvænti bónusinn. Þegar íslensk stjórnvöld mættu okkur sameinuðum og sterkari sem aldrei fyrr, þá varð mun auðveldara að fá í gegn allskonar umbætur og framfaratillögur svo sem bættar samgöngur og bætta heilbrigðisþjónustu sem var komin á skammarlegt stig. Stjórnmálamenn sem höfðu vanrækt Vestmannaeyjar um langa hríð komust ekki upp með það lengur. Auðveldara var að fá góð mál í gegn og fjárstuðning, bæði frá hinu opinbera sem og einkaaðilum innanlands. Tókst okkur meira að segja að fá fjárframlög erlendis frá, bæði í gegnum hina ýmsu sjóði Evrópusambandsins sem og Trump sem kom herstöðinni hér á laggirnar og átti sinn þátt í stórskipahöfninni,“ segir Sighvatur.

Sjálfbært umhverfi fyrir komandi kynslóðir

Kjarninn í „Vestmannaeyjar 2050“ var samstarf og samvinna þar sem hagsmunir bæjarfélagsins, íþrótta- og æskulýðsstarfs sem og atvinnulífsins í heild voru fléttaðir í eitt. Bæjarstjórn og ÍBV Íþróttafélag gerðu sér grein fyrir því að hagsmunir þeirra voru samtvinnaðir og árangur annars var árangur hins. Ágreiningi var skipt út fyrir sameiginlega skuldbindingu um vöxt og velgengni.

„Langtíma stefnumótandi sýn gaf okkur tækifæri til að sameina bæjarfélagið og íþróttafélagið, þessar fyrrum tvær fylkingar í eina. Hugsa stærra og gera hlutina betur,“ segir Daníel Scheving, formaður ÍBV. „Við vorum í áratugi búin að vera föst í erfiðum rekstri, að berjast um að lifa af frá ári til árs og oft fórum við of geyst. Óvæntur tekjumissir var nokkrum sinnum nær búið að ganga af félaginu dauðu. Þrálát glíman við skuldir vegna ofeyðslu deildanna þar sem skammtíma sjónarmið réðu ferð frekar en langtíma. Barátta við bæjarfélagið um hver fengi hvað, hvenær og hversu mikið,” sagði Daníel og bætti við:

Íslandsmeistarar ÍBV 1979 sem var mikið gullaldartímabil í sögu ÍBV.

 

Átök um tillögur til framfara

 „Í nær hvert skipti sem kom upp tillaga um framfarir þá urðu til átök á milli íþróttafélagsins, bæjarfélagsins og jafnvel bæjarbúa. Sviðið í Herjólfsdal, stúkan við Hásteinsvöll, búningaaðstaðan, gervigrasvöllurinn.  Listinn var endalaus. Og eins og það væri ekki nógu slæmt þá varð hin endanlega framkvæmd hugmyndanna stundum misheppnuð þar sem farin var málamiðlunarleið sem var jafnvel versta útfærslan og of skammtímamiðuð,” segir Daníel og bætir við: „Hér áður þá eyddum við miklum tíma og orku í einfalda hluti eins og að fá fulltrúa bæjarins til að svara fyrirspurnum frá okkur er vörðuðu málefni íþróttafélagsins. Og fengum oft engin svör. Þegar okkur loks lukkaðist að fá fundi með bæjarstjórn þá leið okkur stundum eins og við værum tvær stríðandi fylkingar. Það var mikil áhersla lögð á að stoppa þá vegferð, sameina í stað þess að sundra. Við vildum gera hlutina öðruvísi og skapa eitthvað sjálfbært fyrir komandi kynslóðir,” segir Daníel formaður.

Sólskinsfundur

 Síðasta stopp okkar í þessari heimsókn til Vestmannaeyja var afmælisfagnaður á blíðviðris sunnudegi. Fagnaður sem haldinn var inni í stórum fundarsal í hinni miklu fjölnota íþrótta- og tómstundahöll sem risin var við Hástein, stolt Eyjamanna. Rétt eins og við upphaf þessarar heimsóknar þá skein sólin skært svo úr varð hinn mesti sólskinsfundur svo minnti gest dagsins á 60 kílóa þríleikinn fræga eftir Hallgrím Helgason, einn merkasta rithöfund í sögu landsins, blessuð sé minning hans.

ÍBV fagnar Íslandsmeistaratitli í handbolta 2023. Einn af mörgum titlum félagsins í karla og kvennaflokki. Mynd Sigfús Gunnar.

 

Hér fögnuðu íbúar 25 ára afmæli þeirra hugmyndafræðibreytinga sem áttu sér stað árið 2025 og sem síðar varð undirstaðan að þeim miklu framförum sem bæjarfélagið og íþróttafélagið uppskar, svo önnur bæjarfélög hafa horft öfundaraugum á allar götur síðan. Daníel Scheving formaður ÍBV Íþróttafélags stóð í pontu og talaði til félaga sinna og allra bæjarbúa: „Kæru vinir og félagar, bræður og systur í samfélagi Eyjanna. Aldrei hefur bæjarfélagið staðið jafn sterkt, aldrei hefur bandalagið staðið jafn sterkt. Með samstöðu og viljann að vopni tókst okkur að brjóta niður þá veggi er stóðu í milli okkar og stóðu í vegi fyrir okkur.” Júnía bæjarstjóri kallaði þá fram í: „Máttur samstöðunnar er magnaður!” Hér tók við dynjandi lófatak enda salurinn þétt setinn. Nær allir meðlimir íþróttafélagsins voru mættir, fórnuðu ýmist vinnu sinni eða fríkvöldi til að vera viðstaddir þennan merka fögnuð, auk stærsta hluta annarra Eyjaskeggja sem horfðu á beint streymi. Áfram héldu gleðiræðurnar ein af annarri fram eftir kvöldi. Hér var heilt samfélag sem hafði snúið 60 kílóum af kjaftshöggum yfir í 60 kíló af sunnudögum og annað eins af sólskini. Sigurinn er þeirra og þeirra allra.

Einar Hlöðver Sigurðsson. Höfundur er brottfluttur Eyjamaður með risastórt Eyjahjarta sem heimsækir Eyjarnar reglulega (án þess þó að geta keypt afsláttarkort í Herjólf enda er slíkt ekki í boði).

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst