Mikill einhugur er í samninganefnd bræðslumanna AFLs og Drífanda. Samninganefndin hittist á fundi síðdegis í gær og fór yfir stöðuna í viðræðum við SA og í ljósi frétta um viðræður ASÍ og SA á föstudag. Trúnaðarmenn félaganna í átta bræðslum sátu fundinn, en fundarmenn voru staðsettir víða um land og nýttu símtæknina við fundinn. Niðurstaða fundarins var að viðræður ASÍ og SA breyta litlu varðandi samningamál bræðslumanna enda óljós hvað felist í þeim.