Einhver hópur af fólki mun lenda í sóttkví
23. júlí, 2021

Fréttum af nýjustu bylgju covid faraldursins hafa verið áberandi síðustu daga en þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn. Lítið hefur farið fyrir féttum af smitum í Vestmannaeyjum en samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru komin upp nokkur smit í Eyjum. “Ég get staðfest það að tessi nýja covid bylgja á landinu hefur náð til Eyja. Ég vil ekki nefna tölur en það er verið að fara yfir stöðuna og ljóst að einhver hópur af fólki mun lenda í sóttkví. Við erum ekki að tala um hópsmit í Eyjum eins og staðan er núna en við hvetjum sem áður alla til að huga að eigin sóttvörnum. Við erum á viðkvæmum tímapunkti og ljóst að allir þurfa standa saman í framhaldinu til að halda þessari blessuðu veiru í skefjum,” sagði Davíð Egilsson svæðislæknir sóttvarna í Vestmanneyjum

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.