„Mér finnst það mjög líklegt að makrílvertíðum sé lokið í Eyjum,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar um samning Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um makrílveiðar við Bretland, Noreg og Færeyjar um skiptingu hlutdeildar í makríl. Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins tekur í sama streng. „Miðað við hlut Íslands árið 2026 eins og hann lítur út, bæði fyrir og eftir þennan kostulega samning, þá mun Ísfélagið ekki frysta makríl í Vestmannaeyjum.“
Samkomulagið gildir til ársloka 2028 og fer hlutur Íslands úr 16,5% í 10,5% sem er þriðjungslækkun. Færeyjar fá 13,35%, Noregur 28,24% og Bretland 25,36%. Enn á eftir að semja við Evrópusambandið og Grænland.
Margir hafa mótmælt samkomulaginu og telja hlut Íslands heldur rýran. Samkvæmt samkomulaginu fær Ísland aðgang til að veiða 60% aflamarks innan norskrar lögsögu og 30% innan færeyskrar lögsögu. Helst er það hið illskiljanlega ákvæði, að íslenskum skipum er skylt að bjóða 2/3 hluta aflans upp í gegnum Norska síldarsölusamlagið sem stendur í mönnum.
Þetta ákvæði og rýr hlutur Íslands í aflamarki makríls verður sennilega til þess að vinnsla á makríl í Vestmannaeyjum heyri sögunni til. Ísfélag og Vinnslustöðin eru með liðlega fjórðung aflamarks Íslands í makríl.
Þetta er önnur sleggjan sem skellur á Vestmannaeyjum í boði núverandi ríkisstjórnar. Fyrra höggið var hækkun veiðigjalda og nú stefnir hún að því að rústa makrílvinnslu í Eyjum sem staðið hefur með blóma í 15 ár.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.