ÍBV tók á móti franska liðinu PAUC Aix með Jerome Fernandez í brúnni, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni EHF í dag.
Eyjamenn tóku forystuna strax í upphafi en fóru illa með mörg tækifæri til að auka hana. Gestirnir unnu sig því inn í leikinn aftur og leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 10-12.
Heimamenn komu mjög ákveðnir inn í síðari hálfleik. Vörnin small saman og komust Eyjamenn í þriggja marka forystu 17-14 þegar stundarfjórðungur var eftir. Frakkarnir komust þá aftur inn í leikinn og var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði. Eyjamenn sýndu þá hvers þeir eru megnugir og fór svo að ÍBV sigraði með einu marki 24-23.
Síðari leikur liðanna fer svo fram um næstu helgi úti í Frakklandi á 6000 manna heimavelli PAUC Aix.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst