Eins marka sigur á PAUC Aix í hörkuleik

ÍBV tók á móti franska liðinu PAUC Aix með Jerome Fernandez í brúnni, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni EHF í dag.

Eyjamenn tóku forystuna strax í upphafi en fóru illa með mörg tækifæri til að auka hana. Gestirnir unnu sig því inn í leikinn aftur og leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 10-12.

Heimamenn komu mjög ákveðnir inn í síðari hálfleik. Vörnin small saman og komust Eyjamenn í þriggja marka forystu 17-14 þegar stundarfjórðungur var eftir. Frakkarnir komust þá aftur inn í leikinn og var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði. Eyjamenn sýndu þá hvers þeir eru megnugir og fór svo að ÍBV sigraði með einu marki 24-23.

Síðari leikur liðanna fer svo fram um næstu helgi úti í Frakklandi á 6000 manna heimavelli PAUC Aix.

Nýjustu fréttir

Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.