Eftir gott og sólríkt sumar, eiga Eyjamenn erfitt með að venjast mikilli rigningu eins og var í gær, mánudag. Þá rigndi um tíma eins og hellt væri úr fötu og rigndi svo mikið að litlar lækjarsprænur mynduðust í fjallinu ofan við Kaplagjótu. Óskar J. Sigurðsson í Stórhöfða hafði samband við ritstjórn Eyjafrétta.is og leiðrétti úrkomutölur sem birtust í morgun. Hið rétta er að sólahringsúrkoma í Eyjum, frá 18 á sunnudaginn til 18 í gær, mánudag var 59,4 mm.